2011-05-06 18:52:52 CEST

2011-05-06 18:53:53 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Icelandair Group hf. - Ársreikningur

Icelandair Group - Afkoma batnar á milli ára þrátt fyrir hátt eldsneytisverð


  -- Heildarvelta var 16,0 milljarðar króna og minnkaði um 2% á milli ára.
  -- EBITDA var neikvæð um 0,2 milljarða króna en var jákvæð um 0,2 milljarða
     króna árið á undan.
  -- EBIT var neikvæð um 1,4 milljarða króna en var neikvæð um 1,2 milljarða á
     sama tímabili árið áður. Afskriftir voru 1,2 milljarðar króna sem er lækkun
     um 0,1 milljarð frá fyrra ári.
  -- Fjármagnskostnaður var 0,4 milljarðar króna samanborið við 0,7 milljarða
     króna árið áður.
  -- Tap eftir skatta var 1,1 milljarður króna en tap eftir skatta nam 1,9
     milljörðum króna á sama tíma árið 2010.
  -- Handbært fé og skammtímaverðbréf í lok ársfjórðungsins námu 18,1 milljörðum
     króna, en námu 13,0 milljörðum í árslok 2010.
  -- Heildareignir námu 91,4 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall var 30% í lok
     fyrsta ársfjórðungs 2011, en voru 84,2 milljarðar og 34% í lok árs 2010

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri:

„Tap félagsins á fyrsta ársfjórðungi lækkaði á milli ára þrátt fyrir miklar
hækkanir á eldsneytisverði. Tapið nam 1,1 milljarði króna samanborið við 1,9
milljarða króna á sama tíma í fyrra. EBITDA var neikvæð um 0,2 milljarða króna
en var jákvæð um 0,2 milljarða á síðasta ári. Olíuverð var að meðaltali 42%
hærra núna en á fyrsta fjórðungi síðasta árs. Kostnaðarhækkun samstæðunnar
vegna þessa nemur um 0,8 milljörðum. Í ljósi ytri aðstæðna erum við sátt við
afkomu ársfjórðungsins. 

Framboð í alþjóðlegu farþegaflugi samstæðunnar var aukið um 12% á milli ára og
jókst farþegafjöldi um 13%. Farþegaaukning varð á öllum okkar mörkuðum þó mest
á Norður-Atlantshafsmarkaðnum um 20%. Sætanýting Icelandair var sú hæsta sem
áður hefur mælst á þessu tímabili eða 71%. Bókunarstaða fyrir komandi mánuði er
góð og stefnir í metfjölgun ferðamanna til Íslands á árinu.   Gengisþróun Evru
og dollars hefur verið félaginu hagstæð og vegur það að hluta upp á móti hærra
eldsneytisverði. EBITDA spá félagsins fyrir árið í heild er því óbreytt 9,5
milljarðar. 

Félagið er fjárhagslega sterkt. Handbært fé og skammtímaverðbréf í lok
fjórðungsins námu um 18 milljörðum sem er hækkun um ríflega 5,1 milljarð frá
upphafi árs. Eigið fé nemur 29,4 milljörðum og eiginfjárhlutfall er 30%.“ 

Frekari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sími: 896-1455
Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, sími: 665-8801