2017-07-07 22:26:22 CEST

2017-07-07 22:26:22 CEST


REGLAMENTUOJAMA INFORMACIJA

Anglų Islandų
Lánamál ríkisins - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Fitch hækkar langtímalánshæfiseinkunn ríkissjóðs í ‘A-’; horfur sagðar jákvæðar


Matsfyrirtækið Fitch Ratings tilkynnti í dag að það hefði hækkað lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins á langtímaskuldbindingum í innlendri og erlendri mynd í „A-“ úr „BBB+“. Þá eru horfur fyrir einkunnina sagðar jákvæðar (e. outlook positive). Drifkraftar hækkunarinnar eru einkum batnandi ytri staða þjóðarbúsins og skuldalækkun hins opinbera ásamt sterkum hagvexti.