2015-05-05 10:47:02 CEST

2015-05-05 10:48:03 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Landsvirkjun - Fyrirtækjafréttir

Moody‘s breytir horfum á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar úr




Matsfyrirtækið Moody's hefur breytt horfum á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar úr
stöðugum í jákvæðar. Að mati Moody´s endurspeglar sú breyting þann árangur sem
náðst hefur í að styrkja stoðir fyrirtækisins og að bæta fjárhagslegan
styrkleika. 

Þeir jákvæðu þættir sem hafa áhrif á einkunnargjöf Moody's eru: Sterk staða á
orkumarkaði, hagkvæm endurnýjanleg orka og jafnt sjóðstreymi. Þeir þættir sem
koma í veg fyrir enn betri einkunn að svo stöddu eru: Há skuldsetning, fámennur
hópur viðskiptavina, tenging við álverð í raforkusölusamningum,
gjaldeyrisáhætta og hlutfall breytilegra vaxta í lánasafninu. 

Moody's bendir að sama skapi á að fjárhagsleg staða fari stöðugt batnandi og
góður árangur sé að nást í að draga úr fjárhagslegri áhættu. Sérstaklega er
minnst á þann árangur sem náðst hefur við að draga úr álverðsáhættu með
endursamningi við álver RTA í Straumsvík, með áhættuvarnarsamningum og með
samningum við nýja aðila. Þá nefnir Moody's jákvæð áhrif þeirrar vinnu
fyrirtækisins við að draga úr gjaldmiðla- og vaxtaáhættu í lánasafninu. 

Hörður Arnarson, forstjóri:

„Þetta eru góðar fréttir fyrir Landsvirkjun og mikilvægt skref í að bæta
aðgengi fyrirtækisins að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þessi breyting kemur í
framhaldi af jákvæðri þróun í rekstri og auknum fjárhagslegum styrkleika á
undanförnum misserum. Landsvirkjun gerir ráð fyrir að þessi þróun muni halda
áfram næstu árin". 



Nánari upplýsingar veitir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, í
síma 515-9000, netfang: rafnar@lv.is.