2014-08-27 19:55:28 CEST

2014-08-27 19:56:36 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Arion Bank hf. - Ársreikningur

Afkoma Arion banka á fyrri helmingi ársins 2014


Hagnaður Arion banka á fyrri helmingi ársins 2014 nam 17,4 milljörðum króna
eftir skatta samanborið við 5,9 milljarða króna á sama tímabili 2013. Arðsemi
eigin fjár var 23,4% samanborið við 8,9% á sama tímabili árið 2013.
Heildareignir námu 949,0 milljörðum króna samanborið við 938,9 milljarða króna
í árslok 2013. 

Eiginfjárhlutfall bankans í lok tímabilsins var 25,6% en var 23,6% í árslok
2013. 


Helstu atriði árshlutareikningsins:

  -- Hagnaður eftir skatta nam 17,4 mö.kr. samanborið við 5,9 ma.kr. á sama
     tímabili 2013.
  -- Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 14,5 mö.kr. samanborið við 4,5 ma.kr. á
     öðrum ársfjórðungi 2013.
  -- Rekstrartekjur hækka á milli ára og námu 25,7 mö.kr. samanborið við 20,7
     ma.kr. á sama tímabili árið 2013. Hækkun hefur átt sér stað í öllum þáttum
     rekstrarins nema í hreinum vaxtatekjum, mesta hækkunin er í hreinum
     fjármunatekjum.
  -- Hreinar vaxtatekjur námu 12,0 mö.kr. samanborið við 12,7 ma.kr. á sama
     tímabili 2013.
  -- Hreinar þóknanatekjur námu 6,6 mö.kr. samanborið við 5,3 ma.kr. á sama
     tímabili 2013. Aukningin er einkum tilkomin vegna hærri þóknanatekna af
     greiðslukortum og af starfsemi fjárfestingarbankasviðs.
  -- Tekju- og bankaskattar námu samtals 3,8 mö.kr. samanborið við 1,9 ma.kr. á
     sama tímabili 2013.
  -- Hagnaður af aflagðri starfsemi nam 6,5 mö.kr. samanborið við 65 m.kr. tap á
     sama tíma 2013. Hagnaðurinn er nær eingöngu tilkominn vegna sölu á 18,8%
     eignarhlut bankans í HB Granda hf.
  -- Rekstrarkostnaður nam 13,0 mö.kr. samanborið við 12,9 ma.kr. á sama
     tímabili 2013.
  -- Hrein virðisbreyting er jákvæð á tímabilinu og nemur 2,0 mö.kr. samanborið
     við 134 m.kr. tekjufærslu á sama tímabili 2013. Virðisaukning útlána til
     fyrirtækja nemur 2,3 mö.kr. á fyrri helmingi ársins en niðurfærsla útlána
     til einstaklinga nemur 0,9 mö.kr. Virðisaukning annarra eigna nemur 0,7
     mö.kr. á tímabilinu.
  -- Arðsemi eigin fjár var 23,4% en var 8,9% á sama tímabili 2013. 
  -- Vaxtamunur af meðalstöðu vaxtaberandi eigna var 2,8% en var 3,1% á sama
     tíma árið 2013.
  -- Kostnaðarhlutfall var 50,5% en var 62,4% á sama tímabili 2013.
  -- Heildareignir námu 949,0 mö.kr., samanborið við 938,9 ma.kr. í árslok 2013.
  -- Eigið fé bankans var 154,5 ma.kr. en nam 144,9 mö.kr. í lok árs 2013.
     Bankinn greiddi arð til hluthafa sinna á tímabilinu upp á 7,8 ma.kr.
  -- Eigninfjárhlutfall nam 25,6% í lok tímabilsins samanborið við 23,6% í
     árslok 2013.


Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka:

„Afkoma bankans á fyrstu sex mánuðum ársins er mjög góð og í takt við okkar
væntingar. Grunnrekstur bankans einkennist áfram af stöðugleika og
fjárhagslegur styrkur bankans heldur áfram að vaxa. Á undanförnum misserum
höfum við unnið að því að auka vægi þóknanatekna í heildartekjum bankans og er
ánægjulegt að sjá árangur af þeirri vinnu í þessu uppgjöri. Sala bankans á
hlutum í HB Granda hf. setur mark sitt á uppgjörið með jákvæðum hætti. Salan á
HB Granda og skráning fyrirtækisins á Aðallista Kauphallarinnar var mikilvægur
áfangi fyrir okkur, en einnig var mikilvægt fyrir hlutabréfamarkaðinn á Íslandi
að öflugt sjávarútvegsfyrirtæki væri skráð á Aðallista Kauphallarinnar. Góð
afkoma á tímabilinu styrkir enn frekar eiginfjárhlutfall bankans sem er nú
25,6% sem er vel yfir þeim kröfum sem gerðar eru til bankans. Þá greiddi
bankinn eigendum sínum arð á tímabilinu. 

Það er sérstakt ánægjuefni að hafa komið að tveimur stórum
fjárfestingarverkefnum hér á landi undanfarna mánuði. Um er að ræða verkefni á
vegum United Silicon annars vegar og Silicor Materials hins vegar. United
Silicon er komið í framkvæmdafasa en Silicor er enn í þróun. Hvort tveggja mjög
spennandi verkefni sem auka fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Þeim fylgja
fjöldi nýrra starfa og auknar gjaldeyristekjur til framtíðar. Þessi verkefni
kalla á mikla fjárfestingu hér á landi en það hefur háð íslensku efnahagslífi
undanfarin ár að fjárfesting hefur verið í sögulegu lágmarki. Það er því
ánægjulegt að Arion banki geti með styrk sínum stuðlað að brautargengi þessara
verkefna.“ 



Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs
Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.