2016-06-23 17:33:53 CEST

2016-06-23 17:33:53 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs maí 2016


Útlán tvöfaldast milli ára

Útlán á fyrsta ársfjórðungi voru 3,3 milljarðar samanborið við 1,6 milljarða á
árinu 2015. Nú þegar eru útlán á öðrum ársfjórðungi komin í 2,1 milljarð
samanborið við 1,4 milljarða alls á Q2 2015. Frá ársbyrjun til loka maí hefur
sjóðurinn veitt ný útlán fyrir samtals 5,4 milljarða en til samanburðar voru
heildarútlán ársins 2015, 5,8 milljarðar. 

Sala fullnustueigna gengur vel

Sala fullnustueigna gengur vel samkvæmt áætlun og hefur tekið fram úr sölutölum
fyrra árs fyrir sama tímabil. Þannig hafa 572 eignir verið seldar samanborið
við 487 eignir frá janúar til maí 2015. Í maí gekk sjóðurinn jafnframt að
tilboði í Leigufélagið Klett sem mun hafa jákvæð áhrif á rekstur sjóðsins, með
söluandvirði 1,5 milljarða umfram bókfært virði. 

Ítarlegri umfjöllun má lesa í meðfylgjandi mánaðarskýrslu

manaarskyrsla mai.pdf