2008-06-19 14:54:27 CEST

2008-06-19 14:55:28 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Marel Food Systems hf. - Fyrirtækjafréttir

Hliðarstarfsemi seld


Marel hefur náð samkomulagi um sölu á sögunarkerfiseiningu félagsins í Bornholm
í Danmörku, sem er starfrækt undir merkjum Scanvaegt Norfo, til Nienstedt
G.m.b.H. Kaupverðið er trúnaðarmál að ósk Nienstedt G.m.b.H. 

Salan kemur til með að hafa lítil áhrif á veltu og hagnað Marel Food Systems
fyrir árið 2008 en er engu að síður mikilvægur liður í viðleitni félagsins til
að einbeita sér að kjarnastarfsemi þess. 

Sölusamningurinn kveður á um að Nienstedt G.m.b.H. þjóni þeim Norfo
sögunarkerfum sem eru þegar í notkun. 
Samningurinn nær aðeins til starfsemi Marel sem lýtur að Norfo sögunarkerfunum.
Öll önnur starfsemi félagsins sem tengist skurði, hvort sem er í Bornholm, 
Árósum eða Garðabæ, heldur áfram óbreytt. "Við sameiningu Marel og Scanvaegt höfum við haft eflingu þróunarstarfs okkar,
sem og arðsemi kjarnastarfseminnar, að leiðarljósi. Sögunarkerfin passa
einfaldlega ekki við þær áherslur. Með þessari sölu höfum við stigið mikilvægt
skref og getum nú einbeitt okkur enn betur að kjarnastarfsemi fyrirtækisins,”
segir Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Marel ehf. 

Frekari upplýsingar veitir Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Marel ehf.