2009-04-01 01:13:41 CEST

2009-04-01 01:14:48 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Atorka Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Viðræður um framlengingu á kyrrstöðusamningi og vaxtagjalddagi 1. apríl 2009


Þann 25. mars sl. tilkynnti Atorka Group hf. (Atorka) um framlengingu á
kyrrstöðusamningi til 31. mars 2009. Félagið vinnur nú að frekari framlengingu
samningsins í nánu samstarfi við stærstu lánardrottna félagsins. Í framhaldi af
því verður unnið áfram að fjárhagslegri endurskipulagningu Atorku á næstu
vikum. 

Á morgun 1. apríl 2009 er vaxtagjalddagi á skuldabréfaflokknum JRDB 05 1 sem
fyrirséð er að félagið mun ekki greiða. Rætt hefur verið við 94% eigenda
skuldabréfaflokksins um þátttöku í kyrrstöðusamningi og hafa þær umleitanir
gengið vel. 
Nánari upplýsingar veitir Arnar Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
í síma 540-6200