2017-11-21 15:52:11 CET

2017-11-21 15:52:47 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Landsbankinn hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Landsbankinn hf.: Skuldabréfaútgáfa í evrum


Landsbankinn  hf. hefur  í dag  lokið sölu  á nýjum 5,5 ára skuldabréfaflokki að
fjárhæð  300 milljónir evra  með lokagjalddaga  í maí  2023 og bera skuldabréfin
fasta 1,00% vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 85 punkta álagi
á  miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði. Heildareftirspurn nam
yfir   600 milljónum   evra   frá  70 fjárfestum.  Skuldabréfin  voru  seld  til
stofnanafjárfesta í Bretlandi, meginlandi Evrópu, Norðurlöndum og Asíu.

Andvirði  skuldabréfaútgáfunnar verður  meðal annars  nýtt til endurfjármögnunar
evru-útgáfu  bankans á gjalddaga í október 2018 í framhaldi af endurkaupatilboði
bankans sem lýkur á föstudag, 24. nóvember 2017.

Skuldabréfin  verða gefin út undir EMTN-útgáfuramma bankans og er stefnt að töku
skuldabréfanna til viðskipta í írsku kauphöllinni þann 29. nóvember 2017.

Umsjónaraðilar  sölunnar  voru  Citigroup,  Deutsche  Bank,  Morgan  Stanley  og
Nomura.

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála hjá Landsbankanum:

,,Mikil eftirspurn breiðs hóps fjárfesta í útgáfunni er til vitnis um mikið
traust fjárfesta til Landsbankans og íslensks efnahagslífs. Útgáfan kemur í
kjölfar nýlegrar hækkunar S&P Global Ratings á lánshæfiseinkunn bankans og er
bankinn nú að fjármagna sig í erlendri mynt á betri kjörum og til lengri tíma en
áður."

Nánari upplýsingar veitir:

Hanna Kristín Thoroddsen, fjárfestatengsl, ir@landsbankinn.is og í síma 410 7310


[]