2014-04-14 15:09:16 CEST

2014-04-14 15:10:16 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Arion Bank hf. - Fyrirtækjafréttir

Arion banki undirbýr skuldabréfaútgáfu í evrum


Arion banki hefur samið við Citi, Deutsche Bank og Nomura um skipulagningu
funda með evrópskum fjárfestum sem fram munu fara á næstu dögum. Arion banki
stefnir í kjölfarið að skuldabréfaútgáfu í evrum, að því gefnu að kjör og
markaðsaðstæður séu viðunandi. Fjárfestafundirnir nú eru rökrétt framhald af
þeirri vinnu sem fram hefur farið undanfarin ár við að auka fjölbreytni í
fjármögnun bankans og opna aðgengi að erlendum lánsfjármörkuðum. 

Snemma árs 2013 gaf bankinn út skuldabréf í norskum krónum og var þar með
fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið til að sækja sér erlenda fjármögnun frá
árinu 2007. Í upphafi þessa árs fékk bankinn svo lánshæfismatið BB+ frá
alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækinu Standard & Poor‘s, fyrstur íslenskra banka,
en lánshæfismatið frá S&P stækkar til mikilla muna þann hóp fjárfesta sem áhuga
hefur á skuldabréfum bankans. 

HVORKI TIL BIRTINGAR NÉ DREIFINGAR, MEÐ BEINUM EÐA ÓBEINUM HÆTTI, INNAN
BANDARÍKJANNA. 



Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs
Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.