2008-01-09 09:47:35 CET

2008-01-09 09:47:35 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Icebank - Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

Tveir nýir framkvæmdastjórar ráðnir til Icebank - fyrirtækjaráðgjöf verður nýtt tekjusvið


Í tengslum við breyttar áherslur í rekstri Icebank hefur skipulagi bankans
verið breytt. Nýju tekjusviði, fyrirtækjaráðgjöf, hefur verið bætt við.
Fyrirtækjaráðgjöf mun veita viðskiptavinum Icebank þjónustu við kaup og sölu á
fyrirtækjum hér heima og erlendis með áherslu á tækifæri fyrir fjárfesta í
Austur-Evrópu. Einnig hefur rekstrarsviði bankans verið skipt upp og nýtt svið,
fjármála- og upplýsingatæknisvið, tekið til starfa. 


Aðalsteinn Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri  fyrirtækjaráðgjafar
Icebank. Aðalsteinn var annar stofnenda Behrens Fyrirtækjaráðgjafar hf. sem
Icebank keypti síðastliðið haust. Behrens Fyrirtækjaráðgjöf hefur á undanförnum
árum haslað sér völl á sviði ráðgjafar við kaup og sölu á fyrirtækjum á Íslandi
og í Eystrasaltsríkjunum, þar sem félagið hefur verið eitt af leiðandi
fyrirtækjum á því sviði. Fyrir stofnun Behrens Fyrirtækjaráðgjafar hf. starfaði
Aðalsteinn m.a. sem fjárfestingastjóri hjá Íslenska hugbúnaðarsjóðnum.
Aðalsteinn útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík árið
2001. 

Sveinn Andri Sveinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála- og
upplýsingatæknisviðs Icebank. Sveinn Andri hefur verið framkvæmdastjóri Hands
Holding hf. frá desember 2006, eignarhaldsfélags í upplýsingatæknigeiranum með
starfsemi í fimm löndum.  Áður en Sveinn Andri hóf störf hjá Hands Holding var
hann framkvæmdastjóri fjármálasviðs EJS og hluta af tímanum einnig
framkvæmdastjóri EJS Group.  Sveinn Andri var framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Norðurljósa og Íslenska útvarpsfélagsins frá 1996. Fyrir þann tíma starfaði
Sveinn Andri m.a. hjá KPMG og Connecticut Bank and Trust ásamt því að kenna við
Verslunarskóla Íslands.  Sveinn Andri er viðskiptafræðingur af
endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1988. 


Nánari upplýsingar veitir:
Agnar Hansson, bankastjóri Icebank, í síma 840 4140