2010-01-08 17:45:00 CET

2010-01-08 17:48:03 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Áherslur í lánamálum ríkissjóðs 2010


- Fjármögnunarþörf ríkissjóðs vegna rekstarhalla og endurfjármögnunar lána
verður 230 ma.kr. á árinu 2010. Áformað er að fjármagna 170 ma.kr. með útgáfu
innlendra markaðsskuldabréfa og með sölu yfirtekinna skuldabréfa í eigu
ríkissjóðs fyrir 5 ma.kr. Mismunurinn  verður fjármagnaður með sölu ríkisvíxla
fyrir 20 ma.kr. og með innstæðum ríkissjóðs í Seðlabankanum fyrir um 30-40
ma.kr. 

- Gefinn verður út nýr 2ja ára flokkur ríkisbréfa á fyrri hluta ársins.

- Gefinn verður út nýr 5-6 ára flokkur ríkisbréfa á seinni hluta ársins.

- Útgáfa á nýjum 10-11 ára verðtryggðum skuldabréfaflokki fyrir 50 ma.kr.

- Mánaðarlegri útgáfu á 4ra mánaða ríkisvíxlum verður haldið áfram.

- Ekkert erlent lán er á gjalddaga.