2017-12-13 18:20:31 CET

2017-12-13 18:21:12 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Íslandsbanki hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Leiðrétting: Íslandsbanki hf.: Niðurstaða úr skilyrtu endurkaupatilboði


Leiðrétting á frétt sem birt var 09:42 13.12.2017 GMT. Heildarfjárhæð samþykktra
tilboða og samþykktarhlutfall (pro rata scaling factor) var leiðrétt frá fyrri
frétt.

Íslandsbanki hefur í dag tilkynnt niðurstöðu úr skilyrtu endurkaupatilboði til
eigenda á EUR 300.000.000 2,875% skuldabréfaútgáfu á gjalddaga 27. júlí 2018
(ISIN XS1266140984) sem tilkynnt var um 5. desember 2017 þar sem bankinn bauðst
til að kaupa skuldabréfin til baka gegn greiðslu reiðufjár. Tilboðið var háð
þeim skilmálum og skilyrðum sem lýst var í endurkaupatilboði (e. Tender Offer
Memorandum) dagsettu 5. desember 2017.

Bankanum bárust gild tilboð að fjárhæð EUR 158.160.000 og samþykkti tilboð að
upphæð EUR 150.000.000. Samþykktarhlutfall (pro rata scaling factor) er
96.4858%.

Nánari upplýsingar um niðurstöðu endurkaupatilboðsins er að finna í tilkynningu
sem birt var í írsku kauphöllinni (www.ise.ie) þar sem skuldabréfið er skráð.

Nánari upplýsingar veita:
Fjárfestatengsl - Gunnar S. Magnússon, ir@islandsbanki.is og í síma 440 4665.

[]