2011-09-01 10:56:09 CEST

2011-09-01 10:57:09 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Uppsögn á aðalmiðlarasamningi við Saga Fjárfestingarbanka.


Hinn 29. apríl 2011 undirrituðu Lánamál ríkisins f.h. ríkissjóðs samninga við
fimm fjármálafyrirtæki, svokallaða aðalmiðlara, í tengslum við útgáfu
ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði. 

Nú hefur Saga Fjárfestingarbanki hf., sem var eitt fyrrgreindra
fjármálafyrirtækja, tjáð Lánamálum ríkisins að það muni ekki geta staðið við
veigamikinn hluta síns samnings. Lánamál ríkisins hafa því með vísan til 11.
gr. samningsins ákveðið að segja honum upp án fyrirvara. Fellur því
samningurinn við Saga Fjárfestingarbanka hf. úr gildi frá og með 1. september
2011.