2016-02-03 16:42:30 CET

2016-02-03 16:42:30 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Landsbankinn hf. - Fyrirtækjafréttir

Landsbankinn hf. lýkur víxlaútboði


Landsbankinn hf. lauk í dag lokuðu útboði á tveimur víxlaflokkum, þegar
útgefnum flokki, LBANK 160711 og nýjum flokki, LBANK 160810. 

Heildartilboð í útboðinu námu 2.780 m. kr. og var tilboðum tekið í flokki LBANK
160711 að fjárhæð 1.700 m. kr. á 6,57% flötum vöxtum sem jafngildir verðinu
97,3009 og í flokki LBANK 160810 að fjárhæð 900 m. kr. á 6,59% flötum vöxtum
sem jafngildir verðinu 96,7758. 

Stefnt er að töku víxlanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 10. febrúar 2016.

Nánari upplýsingar um víxlana má finna á vefsvæði fjármögnunar bankans,
www.landsbankinn.is/vixlar.