2008-01-30 20:04:20 CET

2008-01-30 20:04:20 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Teymi hf. - Ársreikningur

Afkomutilkynning 2007


Afkomutilkynning frá Teymi hf.

Reykjavík, 30. janúar 2007

1.354 m.kr. hagnaður eftir skatta á árinu 2007
Tekjur 21,5 milljarðar sem er 15,4% innri vöxtur frá fyrra ári (pro-forma)
EBITDA ársins nam 4.009 m.kr.
Gjaldfærsla vegna Hands Holding 1,1 milljarður
Gengishagnaður vegna erlendra langtímaskulda 930 m.kr. 
Handbært fé frá rekstri 3.258 m.kr.
Veltufjárhlutfall 1,25 í árslok 2007
Eiginfjárhlutfall 22% í árslok 2007

Hagnaður Teymis á árinu 2007 nam 1.354 milljónum króna.  Innri vöxtur félagsins
var 15,4% til samanburðar við árið 2006 (pro-forma) og námu tekjurnar um 21,5
milljörðum króna.  Hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 4.009 milljónum
króna.  Veltufjárhlutfall Teymis er nú 1,25 og eiginfjárhlutfall 22,1%. 
Handbært fé frá rekstri nam 3.258 milljónum króna. 


Helstu niðurstöður ársins 2007:

•	Sala nam 21,5 milljörðum króna (ma) til samanburðar við 18,7 ma árið áður
(pro-forma) sem gerir 15,4% innri vöxt á milli ára. 
•	EBITDA nam 4.009 m.kr. til samanburðar við 3.561 m.kr. árið áður (pro-forma)
•	EBIT nam 2.312 m.kr. 
•	Hlutdeild í tapi og niðurfærsla vegna hlutdeildarfélagsins Hands Holding nam
1.095 m.kr. 
•	Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur námu 76 m.kr. á árinu.  Þar af nam
gengishagnaður af langtímaskuldum 930 m.kr. 
•	Hagnaður fyrir reiknaðan tekjuskatt nam 1.120 m.kr. og hagnaður ársins nam
1.354 m.kr. eftir að tekið er tillit til aflagðrar starfsemi. 
•	Handbært fé frá rekstri nam 3.258 m.kr.

Helstu niðurstöður fjórða ársfjórðungs 2007:
•	Sala nam 6.249 m.kr. sem er 16% innri vöxtur frá sama tímabili árið áður
(pro-forma). 
•	Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) nam 1.063 m.kr. til
samanburðar við 852 m.kr. árið áður (pro-forma) 
•	Hagnaður fyrir vexti og skatta (EBIT) nam 625 m.kr. 
•	Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur námu 1.098 m.kr.  Þar af nam gengistap
langtímaskulda 752 m.kr. 
•	Tap fyrir reiknaðan tekjuskatt nam 473 m.kr.
•	Tap tímabilsins nam 221 m.kr.
•	Handbært fé frá rekstri nam 1.198 m.kr.
•	Veltufjárhlutfall var 1,25 í árslok 2007
•	Eiginfjárhlutfall var 22,1% í árslok 2007





Árni Pétur Jónsson, forstjóri
„Við erum mjög ánægð með árangurinn og afkoman var í takti við þær væntingar
sem við höfðum í ársbyrjun. Félögin okkar eru í mikilli sókn, þau hafa vaxið
mikið og sýna mjög góða rekstarafkomu. Innri vöxtur Teymis er yfir 15% milli
ára sem sýnir okkur að félögin eru að auka markaðshlutdeild sína. Flest félögin
okkar eru að sýna bestu afkomu sína frá upphafi og sjóðstreymið okkar er mjög
sterkt. 

Við erum mjög bjartsýn fyrir þetta ár og horfur í rekstrinum eru góðar þrátt
fyrir umrótatíma í efnahagslífinu. Mikilvægir samningar hafa verið gerðir í
fjarskiptahlutanum að undanförnu og verkefnastaða í upplýsingatæknihlutanum er
mjög góð. Þessir þættir munu styðja við áframhaldandi vöxt og afkomu Teymis.“