2008-10-14 12:47:21 CEST

2008-10-14 12:48:21 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Marel Food Systems hf. - Fyrirtækjafréttir

Lokað hlutafjárútboð


Marel Food Systems hf. er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja landsins og í
fararbroddi í þróun tækja til matvælaframleiðslu í heiminu.  Hjá félaginu
starfa um 4.000 manns og um 99% tekna félagsins koma erlendis frá.  Ársvelta í
ár er áætluð um 650 milljónir evra og markmið um 9% EBIT stendur óhaggað.
Félagið hefur vaxið undanfarin ár í samræmi við framtíðarsýn sem var birt í
ársbyrjun 2006.  Vöxtur félagsins hefur verið fjármagnaður með auknu eigin fé
og langtímalánum. 

Fram undan er tímabil þar sem einblínt verður á aukinn innri vöxt og sterkt
sjóðstreymi. Stórn félagsins ákvað á stjórnarfundi þann 14. október að bjóða 20
- 30 milljónir hluta í lokuðu hlutafjárútboði til hæfra fjárfesta til að styrkja
enn frekar fjárhag félagsins og auka viðskipti með hlutabréf þess. Verð nýju
hlutanna verður á bilinu 70 til 72 krónur á hlut (“book-building”), en síðustu
viðskipti með bréf félagsins voru á genginu 71,7 krónur á hlut. 

Nýi Landsbanki Íslands hf. mun taka við áskriftum frá kl. 11:00 í dag 14.
október 2008, og til kl. 16.00 þann 16. október 2008.  Marel Food Systems
hf. mun, í samráði við Nýja Landsbanka Íslands hf., úthluta nýjum hlutum og
áskilur sér rétt til þess að hafna einstökum áskriftum, að hluta til eða öllu
leyti. 

Stjórn Marel Food Systems hf. mun nýta heimild til hlutafjárhækkunar sem veitt
var á aðalfundi félagsins 7. mars 2008, þar sem hluthafar félagsins féllu frá
forgangsrétti að hinum nýju hlutum. 

Nánari upplýsingar veita: 
Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems hf., í síma 563-8072
Arnar Arnarsson, fjármálasvið, Nýi Landsbanki Íslands hf., í síma 410-7336