2015-03-04 20:53:57 CET

2015-03-04 20:54:58 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Marel hf. - Fyrirtækjafréttir

Helstu niðurstöður Aðalfundar Marel


Aðalfundur Marel var haldinn í höfuðstöðvum félagsins í Garðabæ 4. mars 2015.
Allar tillögur sem lágu fyrir fundinum voru samþykktar samhljóða. 

Ávarp stjórnarformanns
Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel talaði um þá kraftmiklu
hvata sem eru undirliggjandi í rekstrarumhverfi Marel í erindi sínu.
Fólksfjölgun, þéttbýlisvæðing og sjálfbærni eru meðal þeirra alþjóðlegu hvata
sem munu í framtíðinni drífa áfram hagvöxt sem og þróun og framgang í þeim
iðnaði sem Marel starfar í. Ásthildur tók einnig saman rekstrarniðurstöðu Marel
og áfanga sem náðust á árinu 2014. Þá gaf hún einnig innsýn inn í
stjórnskipulag félagsins og stjórnarhætti. Stjórnarformaðurinn talaði fyrir
þeirri tillögu stjórnar að greiða arð fyrir árið 2014 sem nemur 30% af  hagnaði
ársins. “Stjórn Marel er ánægð með að leggja til heildararðgreiðslu til
hluthafa sem nemur €3,5 milljónum. Þetta er til samræmis við arðgreiðslustefnu
félagsins og endurspeglar okkar sterku trú á að þau skref sem tekin hafa verið
í áætlun um einfaldara og skilvirkara Marel muni skila árangri  og getu
félagsins til að skapa verðmæti til framtíðar. Í erindi sínu leit Ásthildur
einnig til framtíðar og sagði við það tilefni: „Sterk staða Marel sem
markaðsleiðtoga byggir á því að við leggjum ávalt áherslu á nýsköpun, jafnvel á
krefjandi  tímum. Þetta hefur skilað sér í stöðugum straumi nýrra lausna sem
hafa umbylt matvælaframleiðslu á heimsvísu. Lykilinn að árangri er samstarf við
viðskiptavini okkar.” 

Ávarp forstjóra
“Árið 2014 var ár framfara og breytinga hjá Marel. Árið fór rólega af stað en
með vorinu varð sjáanlegur viðsnúningur. Með markvissri markaðssókn og meðbyr á
mörkuðum náði Marel að tryggja metsölu og pantanastöðu  á seinni hluta ársins
og rekstrarafkoman batnaði eftir því sem leið á árið,” sagði Árni Oddur
Þórðarson forstjóri Marel í erindi sínu á Aðalfundi Marel. Árni talaði einnig
um þann árangur sem hefur náðst í áætlun um einfaldara og skilvirkara Marel
(e.simpler,smarter,faster). „Hagræðing rekstrar er á áætlun og samhliða erum
við einnig að fjárfesta í vexti til framtíðar í gegnum nýsköpun og fjárfestingu
í innviðum sem munu styðja við félagið til framtíðar.Við erum bjartsýn í
upphafi árs með sterkari pantanabók en fyrir ári síðan og meðbyr á okkar helstu
mörkuðum.” 

Ársreikningur samþykktur

Fundurinn samþykkti samhljóða ársreikning og skýrslu stjórnar og forstjóra
fyrir árið 2014. Allar tillögur sem lágu fyrir fundinum voru samþykktar
samhljóða. 


Stjórn Marel var endurkjörin og hana skipa: Ástvaldur Jóhannsson, Ólafur
Guðmundsson , Arnar Þór Másson, Ásthildur Margrét Otharsdottir, Ann Elizabeth
Savage, Helgi Magnússon og Margrét Jónsdottir. 

Ný stjórn Marel hefur komið saman og skipt með sér verkum. Ásthildur Margrét
Otharsdóttir verður áfram stjórnarformaður og Arnar Þór Másson er varaformaður
stjórnarinnar 


Frekari upplýsingar um Aðalfundinn og niðurstöður hans eru aðgengilegar á
Marel.com og á upplýsingasíðu aðalfundar 2015 http://www.marel.com/agm.
Myndbandsupptaka af fundinum verður aðgengileg fljótlega á upplýsingasíðu
aðalfundar.

CEO s address_PDF.pdf