2008-08-29 18:03:26 CEST

2008-08-29 18:04:27 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Askar Capital hf. - Ársreikningur

- Tap en mörg tækifæri fyrir Askar Capital


Helstu niðurstöður:
• Þóknanatekjur 679 milljónir króna, sem er 8% aukning frá fyrra ári
• Hreinar rekstrartekjur 1.109 milljónir króna, sem er 30% aukning frá fyrra
ári 
• Varúðarniðurfærsla vegna útlána 748 milljónir króna
• Tap á fyrri hluta ársins 961 milljónir króna í samanburði við 207 milljón
króna hagnað á fyrri hluta ársins 2007 
• Heildareignir í lok tímabilsins 53,7 milljarðar króna en um áramót voru
eignir 34,3 milljarðar króna 
• Eignir í stýringu 40 milljarðar króna og skuldir í stýringu 270 milljarðar
króna 
• Eiginfjárþáttur A  17,2% 

BENEDIKT ÁRNASON, FORSTJÓRI ASKAR CAPITAL: „Á fyrri hluta ársins var haldið
áfram uppbyggingu innviða og viðskiptasambanda enda er bankinn ekki nema 18
mánaða gamall og aðeins eitt ár frá því að hann fékk starfsleyfi. Þrengingar á
alþjóðlegum fjármálamarkaði hafa leitt til þess að uppbygging í fasteigna- og
framtaksfjárfestingaverkefnum hefur verið mun hægari en áætlanir gerðu ráð
fyrir. Á hinn bóginn hafa aðstæður á mörkuðum leitt til tækifæra á öðrum sviðum
sérhæfðrar fjármálaráðgjafar, svo sem í gjaldeyrisafurðum, skuldastýringu og
milligöngu um lántökur. Það eru vissulega vonbrigði að tap skuli vera af
rekstri á fyrri hluta ársins en tapið kemur að mestu til af varúðarniðurfærslu
vegna útlána, sér í lagi vegna dótturfélagsins Avant. Við höfum brugðist við
breyttum aðstæðum og í áætlun okkar fyrir síðari hluta ársins gerum við ráð
fyrir að þóknanatekjur verði hærri en rekstrargjöld.“