2016-07-06 10:59:09 CEST

2016-07-06 10:59:09 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Icelandair Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Flutningatölur júní 2016


Í júní flutti félagið um 440 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 20%
fleiri en í júní á síðasta ári. Framboðsaukning á milli ára nam 22% og
sætanýting var 83,6% samanborið við 84,2% á sama tíma í fyrra. 

Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru 29 þúsund í júní og fjölgaði
um 3% á milli ára.  Framboð félagsins var aukið um 12% samanborið við júní
2015. Sætanýting nam 68,3% samanborið við 74,7% í fyrra. Lakari sætanýting
skýrist af viðhaldsskoðunum á Bombardier Q200 vélum félagsins og þar með meiri
notkun á Bombardier Q400 vélum sem taka fleiri farþega. Einnig eru sveiflur í
eftirspurn eftir flugi til Grænlands og var júní mánuður nokkuð lakari en á
síðasta ári. 

Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 12% á milli ára.  Fraktflutningar
jukust um 6% frá því á síðasta ári. Fjöldi seldra gistinótta á hótelum
félagsins jókst um 1% samanborið við júní í fyrra og herbergjanýting var 84,5%
samanborið við 80,7% á síðasta ári. 



MILLILANDAFLUG   JÚN 16   JÚN 15      BR. (%)     ÁTÞ 16     ÁTÞ 15      BR. (%)
--------------------------------------------------------------------------------
Fjöldi farþega  440.423  366.559          20%  1.547.643  1.300.034          19%
Sætanýting        83,6%    84,2%  -0,7 %-stig      80,3%      81,1%  -0,8 %-stig
Framboðnir      1.609,4  1.317,8          22%    5.821,4    4.785,0          22%
 sætiskm.                                                                       
 (ASK'000.000)                                                                  
                                                                                
INNANLANDSFLUG   JÚN 16   JÚN 15      BR. (%)     ÁTÞ 16     ÁTÞ 15      BR. (%)
 OG                                                                             
 GRÆNLANDSFLUG                                                                  
--------------------------------------------------------------------------------
Fjöldi farþega   29.201   28.309           3%    143.721    137.981           4%
Sætanýting        68,3%    74,7%  -6,4 %-stig      71,7%      72,0%  -0,3 %-stig
Framboðnir         16,7     14,9          12%       67,7       64,7           5%
 sætiskm.                                                                       
 (ASK'000.000)                                                                  
                                                                                
LEIGUFLUG        JÚN 16   JÚN 15      BR. (%)     ÁTÞ 16     ÁTÞ 15      BR. (%)
--------------------------------------------------------------------------------
Flugvélanýting   100,0%   100,0%   0,0 %-stig     100,0%     100,0%   0,0 %-stig
Seldir            1.808    2.066         -12%     11.720     11.055           6%
 blokktímar                                                                     
                                                                                
FRAKTFLUTNINGA   JÚN 16   JÚN 15      BR. (%)     ÁTÞ 16     ÁTÞ 15      BR. (%)
R                                                                               
--------------------------------------------------------------------------------
Seldir tonnkm.    9.456    8.917           6%     53.366     49.111           9%
 (FTK´000)                                                                      
                                                                                
HÓTEL            JÚN 16   JÚN 15      BR. (%)     ÁTÞ 16     ÁTÞ 15      BR. (%)
--------------------------------------------------------------------------------
Framboðnar       36.314   37.578          -3%    156.282    150.097           4%
 gistinætur                                                                     
Seldar           30.669   30.340           1%    121.665    114.362           6%
 gistinætur                                                                     
Herbergjanýtin    84,5%    80,7%   3,7 %-stig      77,8%      76,2%   1,7 %-stig
g                                                                               



Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s:
840-7010