2010-02-08 10:13:35 CET

2010-02-08 10:14:35 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Hitaveita Suðurnesja - Ársreikningur

Ársreikningur 2009


Hagnaður ársins nam um 6,8 milljörðum og eiginfjárhlutfall hækkar.

Reykjanesbæ 6. Febrúar 2010 - Ársreikningur HS Orku hf var samþykktur af stjórn
félagsins á stjórnarfundi félagsins sem haldinn var í dag. 

Hagnaður félagsins nam 6,8 milljörðum samanborið við tap að upphæð 11,7
milljörðum á árinu 2008. Þegar tekið hefur verið tillit til tekna og gjalda
færðra á eigið fé er afkoman í heild jákvæð um um 8,15 milljarða samanborið við
tap að upphæð 4,7 milljarða árið áður. Betri heildarafkoma stafar í
meginatriðum af hækkun á álafleiðum (framtíðarvirði álsölusamninga) og lækkun
gengistaps frá árinu 2008. 

Samkvæmt ársreikningnum námu heildartekjur HS Orku hf á árinu tæpum 6,3
milljörðum samanborið við 5,4 milljarða árið áður. Þessa tekjuaukningu má í
meginatriðum rekja til þjónustutekna frá HS Veitum hf sem byggja á verksamningi
milli fyrirtækjanna. Samsvarandi aukning er þá á kostnaðarhlið fyrirtækisins.
Aðrar tekjur námu 784 milljónum og skapast af sölu lands og hitaréttinda. 

“Þrátt fyrir að árið hafi verið erfitt fyrir íslenskt efnahagslíf þá hefur HS
Orku hf tekist að ná mjög hagstæðri rekstrarafkomu á árinu og náð að bæta
eiginfjárstöðu verulega eða úr 16,3% í 35,5%,” segir Júlíus Jónsson, forstjóri
HS Orku hf. “Meginástæðan er hækkun álverðs og stöðugra gengi íslensku
krónunnar og miklvægt að sú þróun haldi áfram”. 

Framleiðslu- og sölukostnaður nam 4,4 milljörðum samanborið við 3,1 milljarð
árið áður. Aukning skapast vegna þjónustu við HS Veitur hf svo og aukningu
kostnaðar við framleiðslu og sölu orkunnar. Önnur rekstrargjöld námu 499
milljónum samanborið við 377 milljónir á árinu 2008. Aukning annarra
rekstrargjalda stafar aðallega af sérstakri afskrift þróunarkostnaðar að upphæð
142 milljónir. 

Rekstrarreikningur og yfirlit yfir heildarafkomu ársins 2009.: Sjá viðhengi.



Frekari upplýsingar gefur:
Júlíus Jónsson, forstjóri, sími 422 5200 eða 860 5208