|
|||
2024-04-23 17:34:42 CEST 2024-04-23 17:34:45 CEST REGULATED INFORMATION Síminn hf. - Árshlutareikningur (Q1 og Q3)Síminn hf. - Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2024Helstu niðurstöður úr rekstri á 1F 2024
Orri Hauksson, forstjóri: „Tekjur, EBITDA og EBIT aukast milli ára á fyrstu mánuðum ársins sem er ánægjulegt, og eins og stefnt var að. Óvenju mikil hreyfing var á fjarskiptamarkaðinum, sem alla jafna er þó afar líflegur, en fyrsti fjórðungur einkenndist af mikilli nýsölu hjá Símanum en einnig meira brottfalli en fyrr. Rífleg inngöngutilboð tiltekinna markaðsaðila höfðu þar talsverð áhrif um nokkurra vikna skeið. Á kostnaðarhlið rekstrar samstæðunnar gekk flest eftir eins og við mátti búast, utan þess að starfslok eins framkvæmdastjóra voru gjaldfærð. Nýlegir kjarasamningar voru í takt við væntingar okkar og flestir kostnaðarliðir fyrirsjáanlegir og samkvæmt væntingum. Síminn heldur áfram að vera fremur skuldlétt félag, þótt fyrirtækjakaup á fjórðungnum hafi að hluta verið fjármögnuð með nýju lánsfé. Álag á þær skuldir sem félagið aflar á markaði er með því hagstæðasta sem þekkist á Íslandi en hátt vaxtastig hefur engu að síður töluverð áhrif. Síminn gerði breytingar á vöruframboði á einstaklingsmarkaði í fyrra með það að markmiði að sinna betur fleiri markhópum en fyrr. Hefur stökum vörum í sölu hjá Símanum í framhaldinu fækkað en mismunandi pökkum fjölgað. Sífelldar endurbætur voru gerðar í upphafi árs á farsímakerfi Símans, sem samkvæmt úttektaraðila á vegum Fjarskiptastofu var fyrir, það besta á Íslandi. Ný og uppfærð WiFi tækni hefur einnig verið tekin í gagnið sem mun bæta þráðlausa netupplifun á heimilum og í fyrirtækjum. Þá frumsýndi Síminn þrjár nýjar innlendar leiknar þáttaraðir í sjónvarpi á fjórðungnum auk þess að bjóða í samstarfi við KSÍ upp á beinar útsendingar frá leikjum yngri landsliða Íslands og yngri flokka félagsliða. Stöðugar umbætur og nýjungar eru rauði þráðurinn í þjónustu okkar við heimili. Á fyrirtækjamarkaði verður á næstunni boðið upp á sterkara vöruúrval en fyrr, meðal annars með nýju fyrirtækjakreditkorti, uppfærðri símavist og bættum netkerfum. Vöruframboð til auglýsenda tók stakkaskiptum með því að Síminn eignaðist Billboard og tengd félög. Fram á við getur samstæðan þannig boðið auglýsendum fjölbreyttar leiðir til að ná til þeirra markhópa sem þeir kjósa. Við fögnum nýjum meðlimum Símafjölskyldunnar og uppfærum afkomuspá fyrir samstæðuna í heild með tilliti til innkomu þeirra, sem og horfur út árið.” Kynningarfundur 24. apríl 2024 Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 24. apríl 2024 kl. 8:30 í húsnæði félagsins, Ármúla 25, Reykjavík. Hluthafar, fjárfestar og markaðsaðilar eru sérstaklega boðnir velkomnir á fundinn. Á fundinum munu Orri Hauksson forstjóri og Óskar Hauksson fjármálastjóri kynna uppgjör félagsins og svara fyrirspurnum. Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast í fréttakerfi Nasdaq Iceland og á heimasíðu Símans https://www.siminn.is/fjarfestar/uppgjor-og-arsskyrslur. Jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í netstreymi á vefslóðinni: https://www.siminn.is/fjarfestar/fjarfestakynning. Nánari upplýsingar um uppgjörið veita: Orri Hauksson, forstjóri Símans (orri@siminn.is) Viðhengi
|
|||
|