2007-11-01 09:43:06 CET

2007-11-01 09:43:06 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Hf. Eimskipafélag Íslands - Fyrirtækjafréttir

- Eimskip selur fasteignir í Kanada fyrir 305 milljónir CAD


-Eimskip hefur selt hluta fasteigna sinna  í N-Ameríku fyrir 690 milljónir CAD 
eða um 500 milljónir evra,  á fjórða ársfjórðungi 

-Fjármunir  nýttir  til að greiða niður skuldir vegna kaupa á Atlas og
Versacold fyrr á árinu 

Hf. Eimskipafélag Íslands hefur gengið frá sölu á fasteignum  í Kanada fyrir
305 milljónir CAD  eða um 221 milljón evra. Eimskip mun nýta söluandvirðið til
að greiða niður skuldir í samræmi við áður yfirlýsta stefnu félagsins. Kaupandi
er  fasteignafélagið Kingsett í Kanada sem unnið hefur með Eimskip, meðal
annars að kaupum  á fyrirtækjunum Atlas og Versacold. 

Eimskip hefur undanfarið ár yfirtekið fyrirtækin Atlas og Versacold í Kanada,
sem voru tvö af stærstu kæli- og frystigeymslufyrirtækjum í N - Ameríku.
Eimskip hefur með kaupunum náð leiðandi stöðu í geymslu kæli- og frystivara með
hátt í 200 kæli - og frystigeymslum í fimm heimsálfum. 

Heildarkaupverð Atlas og Versacold nam rúmlega 1.800 milljónum CAD eða ríflega
1.300 milljónum evra. Eimskip sá mikil tækifæri í rekstri þessara félaga og að
auki fólust mikil verðmæti  í fasteignum þeirra. Samkvæmt alþjóðlega
matsfyrirtækinu CBRE er heildarverðmæti fasteigna félaganna um 1.600 - 1.700
milljónir CAD eða 1.160 - 1.230 milljónir evra. 

Í þessari lotu hefur  Eimskip gengið frá sölu á fasteignum fyrir  305 milljónir
CAD en áður hafði Eimskip gengið frá sölu á fasteignum fyrir um 385 milljónir
CAD, eða samtals fyrir 690 milljónir CAD eða um  500 milljónir evra, á fjórða
ársfjórðungi. Samhliða sölunni hefur Eimskip gert leigusamning um
fasteignirnar,  en um er að ræða kæli- og frystigeymslur sem hýsa  hluta
starfsemi félagsins í Kanada. Eimskip á eftir söluna fasteignir tengdar rekstri
Versacold og Atlas sem metnar eru á 900 til þúsund milljónir  CAD eða  690 -
720 milljónir evra. Þær fasteignir sem enn eru í eigu Eimskips verða  skildar
frá rekstri félagsins og færðar inn í sérstakt félag sem Eimskip mun eiga að
fullu fyrst í stað. Stefnt er að því að selja meirihluta í því félagi á næstu
mánuðum.  Jafnframt verður unnið að endurfjármögnun á skuldum hins nýja
fasteignafélags á betri kjörum en nú eru. 


Baldur Guðnason, forstjóri Hf Eimskipafélags Íslands;
„Sala á þessum hluta fasteignasafns  félagsins í Kanada er mikilvægur liður í
endurfjármögnun Eimskips vegna kaupanna á Versacold og Atlas og um leið liður í
að lækka skuldir félagsins. Miðað við þessa sölu og fyrirliggjandi verðmat
bendir allt til þess að okkur muni takast  að selja fasteignir Versacold og
Atlas fyrir um 1.600 - 1.700 milljónir CAD, eða um 1.200 milljónir evra.
Verðmæti fasteignanna er yfir væntingum okkar sem er mjög jákvætt miðað við
núverandi stöðu á alþjóðlegum mörkuðum. En kaupverð Versacold og Atlas var um
1.800 milljónir CAD eða um 1.300 milljónir evra. Þetta var viðskiptatækifæri
sem við komum auga á. Við erum nú langt komin með að ná þeim markmiðum sem við
settum okkur í tengslum við kaupin, og raunar gott betur . Eftir stendur
verðmætt félag í góðum rekstri í Kanada sem er mjög mikilvægt fyrir
framtíðaráform Eimskips. Kaupin á Versacold og Atlas hafa aukið verðmæti
Eimskips mjög mikið og það á stuttum tíma.“ 

Nánari upplýsingar veitir:
Baldur Guðnason, forstjóri Hf. Eimskipafélags Íslands, sími 525-7202
Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, síma 525-7202