2016-05-25 13:29:42 CEST

2016-05-25 13:29:42 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Skipulagsbreytingar hjá Íbúðalánasjóði - Nýtt skipurit


Stjórn Íbúðalánasjóðs samþykkti nýtt skipurit fyrir Íbúðalánasjóð á fundi sínum
í morgun, miðvikudaginn 25. maí 2016. Eftir skipulagsbreytingarnar skiptist
starfsemi íbúðalánasjóðs í tvö tekjusvið: fjárstýringarsvið og viðskiptasvið,
og eitt stoðsvið: rekstrarsvið. Framkvæmdastjóri fjárstýringarsviðs verður
Sigurður Jón Björnsson og framkvæmdastjóri viðskiptasviðs verður Guðrún Soffía
Guðmundsdóttir. Auglýst verður eftir nýjum framkvæmdastóra til að veita
rekstrarsviði forstöðu. 

Markmið skipulagsbreytinganna er að laga sjóðinn að breyttu rekstrarumhverfi,
auka hagkvæmni í rekstri hans og gera hann betur í stakk búinn til að sinna
samfélagslegu hlutverki sínu og bæta þjónustu við viðskiptavini og almenning.
Hlutverk Íbúðalánasjóðs á fasteignamarkaði hefur breyst á síðustu árum og til
merkis um það voru einungis um 10% af nýjum húsnæðislánum sem veitt voru til
heimila á árunum 2013 – 2015 frá sjóðnum. Hlutdeild hans í útlánum til
landsbyggðarinnar og þeirra tekjulægri er hins vegar mun hærra. 

Skipulagsbreytingarnar munu því hafa jákvæð áhrif á rekstur Íbúðalánasjóðs en
gert er ráð fyrir að þær muni lækka árlegan rekstrarkostnað um 324 milljónir
króna þegar þær eru komnar að fullu til framkvæmda á árinu 2017. Bætast þessar
aðgerðir ofan á aðrar ráðstafanir sem gripið hefur verið til, til að bæta
afkomu sjóðsins svo sem sölu eigna þ.m.t. Leigufélagsins Kletts, lækkun
rekstrarkostnaðar og bættri ávöxtun lausafjármuna. Í kjölfarið er áætlað að
Íbúðalánasjóður muni skila jákvæðum rekstrarafgangi og er ekki lengur gert ráð
fyrir að ríkissjóður þurfi að leggja sjóðnum til aukið eigið fé skv.
langtímaáætlunum sjóðsins.