2008-03-04 18:12:12 CET

2008-03-04 18:13:12 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Hf. Eimskipafélag Íslands - Fyrirtækjafréttir

Eimskip framlengir lánsábyrgð í tengslum við sölu á XL Leisure Group


Eimskipafélag Íslands hefur framlengt lánsábyrgð til kaupenda XL Leisure Group
í Bretlandi, sem var veitt í tengslum við sölu á félaginu í október 2006.
Lánsfjárhæðin nemur 280 milljónum bandaríkjadala (18,5 milljörðum króna) og er
með gjalddaga þann 5. mars 2008. Í ljósi markaðsaðstæðna hefur ábyrgðin verið
framlengd til 5. maí nk. en þá er ráðgert að endurfjármögnun XL Leisure Group
verði lokið. 

Frekari upplýsingar

Halldór Kristmannsson
Framkvæmdastjóri Samskiptasviðs Eimskips
Sími: 840 3425
Póstfang: halldor.kristmannsson@eimskip.is 

Um Eimskip

Eimskip býður viðskiptavinum heildarlausnir í flutningum, þ.m.t.
skipaflutninga, flugflutninga og landflutninga, með sérstakri áherslu á
hitastýrða flutninga og geymslu, Eimskip rekur um 280 starfsstöðvar í um 30
löndum. Fyrirtækið er með 50 skip í rekstri, 2.000 flutningabíla og tengivagna
og um 180 frystigeymslur. Starfsmenn eru um 14.000.