2011-12-27 10:07:18 CET

2011-12-27 10:08:19 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Landsvirkjun - Fyrirtækjafréttir

Landsvirkjun semur um alþjóðlegt sambankalán


Landsvirkjun skrifaði undir sambankalán á alþjóðlegum bankamarkaði. Lánið er
fjölmynta veltilán til þriggja ára að fjárhæð 200 milljónir Bandaríkjadala. 
Landsvirkjun getur dregið á lánið og endurgreitt eftir þörfum.  Lánið er með
framlengingarheimild um tvö ár og getur lánstími því að hámarki orðið fimm ár. 
Með lántökunni hefur Landsvirkjun lokið við  endurfjármögnun samskonar láns sem
er á gjalddaga í desember 2012. 

Um lántökuna sáu Barclays Capital, Citigroup og SEB.  Aðrir bankar í láninu eru
Arion Banki, JP Morgan, UBS, Landsbankinn og Íslandsbanki. 

Sambankalánið er fyrsti samningur af þessu tagi sem íslenskt opinbert fyrirtæki
gerir síðan október 2008.  Markmið lántökunnar er að Landsvirkjun hafi ávallt
tryggan aðgang að fyrirvaralausri fjármögnun ef hefðbundnar fjármögnunarleiðir
lokast tímabundið. 

Reykjavík, 23. desember 2011

Nánari upplýsingar veitir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs,
í síma 515-9010, netfang: rafnar@lv.is