2020-01-24 17:15:03 CET

2020-01-24 17:15:03 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Arion Bank hf. - Breytingar á eigin hlutum félags

Arion banki: Endurkaupaáætlun rýmkuð á Íslandi og í Svíþjóð


Vísað er til tilkynninga Arion banka frá 31. október 2019 um framkvæmd endurkaupaáætlunar á Íslandi og í Svíþjóð og frá 9. janúar 2020 um breytingu á endurkaupaáætlun.

Stjórn Arion banka hefur samþykkt endurskoðaða endurkaupaáætlun á grundvelli heimildar aðalfundar bankans frá 20. mars 2019 og samþykkis Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands frá 23. janúar 2020.  Felur endurskoðuð endurkaupaáætlun í sér heimild fyrir bankann til að kaupa að hámarki 100.000.000 hluti/SDR, sem samsvarar 5,5% af útgefnum hlutum í bankanum fyrir allt að 8 milljarða króna að markaðsverðmæti. Endurskoðunin felur í sér hækkun á heimild til endurkaupa sem nemur allt að 41 milljónum hluta, sem samsvarar 2,3% af útgefnu hlutafé, fyrir allt að 3,5 milljörðum króna að markaðsverðmæti. Heimild bankans við upphaf endurkaupaáætlunar þann 31. október 2019 var fyrir endurkaupum á allt að 59 milljóna hluta/SDR fyrir allt að 4,5 milljarða króna að markaðsverðmæti.

Bankanum er heimilt er að kaupa allt að 17.000.000 SDR í Svíþjóð, sem samsvarar 0,9% af útgefnum hlutum og allt að 83.000.000 hluti á Íslandi, sem samsvarar 4,6% af útgefnum hlutum. Fjárhæð endurkaupanna skal ekki vera hærri en sem nemur 1.360.000.000 kr. í Svíþjóð og 6.640.000.000 kr. á Íslandi (samtals 8,0 milljarðar króna). Bankinn á í dag 55.225.289 eigin hluti.

Kvika banki hf. mun áfram hafa umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar á Íslandi og Nordea Abp í Svíþjóð og munu umsjónaraðilar taka allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð bankanum. Gildistími endurkaupaáætlunar og tilgangur hennar eru óbreyttir.

Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við lög og reglur á Íslandi og í Svíþjóð, þ.á m. lög um hlutafélög nr. 2/1995, lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik (MAR) nr. 596/2014, framseld reglugerð framkvæmdastjórnar ESB (EU) 2016/1052 frá 8 mars 2016.

Nánari upplýsingar veitir Theodór Friðbertsson, forstöðumaður fjárfestatengsla Arion banka, ir@arionbanki.is, sími 856 6760