2010-04-28 19:11:18 CEST

2010-04-28 19:12:16 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Tilkynning um breytingu á útgáfu ríkissjóðs á innlendum skuldabréfamarkaði


Í ársbyrjun tilkynntu Lánamál ríkisins um áætlaða útgáfu verðtryggðra og
óverðtryggðra ríkisbréfa á árinu 2010 fyrir um 170 ma.kr. ásamt því að auka
útgáfu ríkisvíxla um 20 ma.kr. Í ársáætluninni kom fram að gefinn yrði út nýr
2ja ára flokkur ríkisbréfa á fyrri hluta ársins þar sem gert væri ráð fyrir 50
ma.kr. sölu að nafnverði í flokknum á árinu. 

Ákveðið hefur verið að seinka útgáfu á 2ja ára flokknum þar til síðar á árinu
og minnka jafnframt áætlaða sölu í flokknum um allt að 20 ma.kr. Einnig að
halda útgáfu á ríkisvíxlum óbreyttri á milli ára. Á móti verður útgáfa aukin í
RIKB 11 0722 um allt að 15 ma.kr. og í RIKB 19 0226 og RIKB 25 0612 um allt að
25 ma.kr. 

Tilgangur breytinganna er að auka sveigjanleika útgefanda til að mæta betur
eftirspurn markaðsaðila eftir mismunandi flokkum ríkisbréfa samfara því að
draga úr endurgreiðsluáhættu ríkissjóðs. Breytingin hefur þannig ekki í för með
sér auknar lántökur ríkissjóðs. Aukin útgáfa í RIKB 11 0722 á kostnað 2ja ára
flokksins er til að mæta betur eftirspurn fjárfesta, þá sérstaklega erlendra
fjárfesta eftir ríkisbréfum með stuttan líftíma, og aukin útgáfa á lengri
flokkum óverðtryggðra ríkisbréfa er til að mæta mikilli eftirspurn frá
lífeyrissjóðum. 

Nánari upplýsingar veitir Björgvin Sighvatsson hjá Lánamálum ríkisins á
alþjóða- og markaðssviði Seðlabanka Íslands í síma 569 9600.