2016-06-07 11:49:17 CEST

2016-06-07 11:49:17 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

OR semur við Evrópska fjárfestingabankann


Reykjavík, 2016-06-07 11:48 CEST (GLOBE NEWSWIRE) -- Stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur hefur samþykkt að semja við Evrópska fjárfestingabankann um lántöku
að fjárhæð 70 milljónir evra, sem svarar til um 10 milljarða króna. Lánið er á
afar hagstæðum kjörum og er tekið í samræmi við fjárhagsáætlun Orkuveitu
Reykjavíkur. 

Fjárhagur OR hefur eflst talsvert síðustu ár. Aðhald og aðrar aðgerðir í
rekstri hafa skilað þeim árangri að fyrirtækinu er nú kleift að fjármagna
fjárfestingar og styrkja lausafjárstöðu í samræmi við áætlanir OR og
dótturfélaganna með erlendu láni á hagstæðum kjörum. Gert er ráð fyrir að
dregið verði á lánsfjárhæðina á næstu þremur árum. Lánið er til 15 ára. 

Í samræmi við áhættustefnu OR bauð fyrirtækið einnig út skuldabréf í íslenskum
krónum á dögunum. 

Samþykkt stjórnar OR er gerð með fyrirvara um staðfestingu eigenda OR.


         Nánari upplýsingar:
         Ingvar Stefánsson
         Framkvæmdastjóri fjármála OR
         617 6301