2010-04-15 13:34:42 CEST

2010-04-15 13:35:39 CEST


REGLAMENTUOJAMA INFORMACIJA

Anglų Islandų
Icelandair Group hf. - Fyrirtækjafréttir

- Verðmat á félaginu eftir fjárhagslega endurskipulagningu


Í tilkynningu frá Icelandair Group hf. þann 25. mars síðastliðinn kom fram að
félagið ynni að fjárhagslegri endurskipulagningu í samstarfi við lánveitendur
sína. Jafnframt var tilkynnt að stefnt væri að lokuðu hlutafjárútboði með
innlendum fagfjárfestum í því skyni að styrkja frekar fjárhagslegan grundvöll
fyrirtækisins. Í tilkynningunni var áréttað að í endurskipulagningunni væri
gert ráð fyrir aðkomu annarra lánveitenda auk leigusala flugvéla sem
dótturfélög Icelandair Group nýta í rekstri sínum. Þar var jafnframt tekið fram
að leita þurfi eftir samþykki hluthafafundar samstæðunnar fyrir ákveðnum þáttum
endurskipulagningarinnar, auk endanlegs samþykkis lánveitenda. 
Í tengslum við fyrirhugaða hlutafjáraukningu réði Icelandair Group þýska
bankann DVB Bank til að framkvæma verðmat á félaginu vegna mögulegrar aðkomu
nýrra fjárfesta að Icelandair Group. DVB var upphaflega ráðgjafi íslenskra
fjármálastofnana í endurskipulagningarferlinu og hafa fulltrúar DVB verið
þátttakendur í ferlinu frá miðju ári 2009. 
Við gerð verðmatsins höfðu fulltrúar DVB aðgang að fimm ára fjárhagsáætlunum
Icelandair Group og miðar það að því að áætla verðmæti félagsins eftir
fjárhagslega endurskipulagningu þess. 
DVB byggir verðmat sitt mati á núvirtu frjálsu fjárstreymi og á samanburði við
kennitölumargfaldara sambærilegra fyrirtækja. Verðmæti Loftleiða var hins vegar
aðeins metið út frá núvirtu frjálsu fjárstreymi. Niðurstöður verðmatsins eru
byggðar á meðaltali þessara verðmatsaðferða og verðmetur virði eigin fjár
Icelandair Group, fyrir þau áhrif sem útboðið hefur, á bilinu 16,4 til 25,6
milljarða króna. 
Mikilvægt er að árétta að verðmatið tekur ekki til hlutabréfa Icelandair Group
sem skráð eru í Kauphöll Íslands og fjárfestar ættu ekki að nýta verðmatið sem
grundvöll fyrir fjárfestingarákvörðun. Forsendur verðmatsins byggja á því að
fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækisins verði til lykta leidd á farsælan
máta sem m.a. gerir ráð fyrir verulegum breytingum á efnahagsreikningi
Icelandair Group hf. 
Í viðhengi er einnar blaðsíðu samantekt á niðurstöðum verðmats DVB bankans.

Frekari upplýsingar veita:
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri, 896-1455
Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála, 665-8801