2009-09-25 23:12:17 CEST

2009-09-25 23:13:17 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Marel Food Systems hf. - Fyrirtækjafréttir

Sjóðir á vegum Columbia Wanger Asset Management kaupa 5,2% hlut í Marel Food Systems


• Sjóðir á vegum Columbia Wanger Asset Management hafa fest kaup á samtals
tæplega 32,2 milljónum hluta í Marel Food Systems hf. sem jafngildir 5,2%
eignarhlut.  Viðskiptin fara fram á genginu 59,0. 
• Columbia Wanger Asset Management, L.P. er eignastýringarfyrirtæki og
dótturfélag Bank of America Corporation. 
• Alþjóðleg eignaraðild í Marel Food Systems hf. hækkar úr 11% í 16% við þessi
viðskipti sem er í samræmi við stefnu fyrirtækisins um breiðari eignaraðild að
félaginu. 

Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marel Food Systems hf.
„Við erum afar ánægð með það traust sem Columbia Wanger sýnir félaginu og
stjórnendum þess.  Columbia Wanger þekkir vel til Stork Food Systems þar sem
þeir voru um alllangt skeið hluthafar í Stork NV, fyrrum móðurfélagi Stork Food
Systems, og hafa fylgst með Marel Food Systems hf. frá samruna félaganna. 
Í ársbyrjun 2006 kynnti Marel Food Systems hf. stefnu sína sem miðaði að því að
koma félaginu í markaðsleiðandi stöðu í atvinnugreininni á 3-5 árum.
Markaðshlutdeild félagsins hefur vaxið úr 4% í 16% með stefnumarkandi yfirtökum
á AEW/Delford, Scanvaegt og Stork Food Systems. Framundan er tímabil frekari
samþættingar og uppskeru. 

Mikilvægur þáttur í stefnunni sem kynnt var í ársbyrjun 2006 var að breikka
hluthafahópinn og auka hlutdeild alþjóðlegra fjárfesta. Eftir þessi viðskipti
eiga Grundtvig fjölskyldan, sjóðir Columbia Wanger, erlendir stjórnendur
félagsins og aðrir smærri fjárfestar um 16% hlut í félaginu samanborið við nær
enga hlutdeild alþjóðlegra fjárfesta í ársbyrjun 2006,“ segir Árni Oddur
Þórðarson, stjórnarformaður Marel Food Systems hf. 

Til að greiða fyrir aðkomu sjóða Columbia Wanger að hluthafahópi Marel Food
Systems hf. gefur Marel Food Systems hf. út 9.131.725 nýja hluti og selur
3.563.200 eigin hluti. Annar stærsti hluthafi félagsins, Horn
fjárfestingafélag, selur 19.500.000 hluti. Viðskiptin fara fram á genginu 59,0.
Útgafa á nýjum hlutum er í samræmi við fyrirliggjandi heimildir. Heildarútgefið
hlutafé eftir viðskiptin er 616.000.000 hlutir. 

Frekari upplýsingar um Columbia Management má nálgast á www.columbiafunds.com. 
Nánari upplýsingar veita Sigsteinn P. Grétarsson, forstjóri Marel ehf., í síma
563 8072 og Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs og
fjárfestatengsla, í síma 563 8118.