2007-12-31 12:56:41 CET

2007-12-31 12:56:41 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Hf. Eimskipafélag Íslands - Fyrirtækjafréttir

Eimskip selur 49% hlutafjár í Northern Lights Leasing


Eimskip hefur samið um 49% hlut í Northern Lights Leasing sem á flugflota Air
Atlanta. Kaupandi er félagið AAI Holding ehf. sem er í eigu Hannesar
Hilmarsson, forstjóra Air Atlanta og Geirs Vals Ágústssonar, fjármálastjóra Air
Atlanta. Söluverðið er um 22 milljónir evra eða rétt um tveir milljarðar króna.
Northern Lights Leasing er eins og áður segir eignarhaldsfélag um flugflota Air
Atlanta sem telur 13 breiðþotur. 

Með sölunni hefur Eimskip selt sig að fullu út úr flugrekstri og munu
stjórnendur einbeita sér að meginstarfsemi félagsins sem eru flutningar og
rekstur á kæli- og frystigeymslum. Eimskip hefur vaxið mjög hratt og hefur
tífaldað umsvif sín á þremur árum. Félagið hefur nú 13% markaðshlutdeild á
heimsvísu á þessu sviði. 

Baldur Guðnason forstjóri Eimskips:
„Stefna Eimskips hefur verið að selja flugreksturinn út úr félaginu sem nú
hefur verið lokið. Þetta er stór áfangi og við munum í framhaldinu geta
einbeitt okkur enn frekar að meginstarfsemi félagsins.” 

Hannes Hilmarsson, forstjóri Air Atlanta:
„Við teljum mikil tækifæri felast í rekstri Northern Lights Leasing samhliða
rekstri flugfélagsins Air Atlanta. Við nýtum í dag helming flugflota NLL í
verkefni á vegum Air Atlanta, en leigjum hinar vélarnar í þurrleigu með góðri
afkomu til annara flugfélaga.  Þessi háttur gefur okkur aukin sveigjanleika til
nýta flugvélarnar og hámarka arðsemina af þeirri fjárfestingu sem að liggur í
flugvélunum.” 

Nánari upplýsingar: 
Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, s: 525 7202
Hannes Hilmarsson, forstjóri Air Atlanta, s: 895 3364

Um Northern Light Leasing 
Northern Light Leasing var stofnað á árinu 2007 til að halda utan um eignarhald
á flugvélum í eigu Air Atlanta. Flugfloti NLL samanstendur af 11 Boeing 747
breiðþotum og 2 Airbus 300-600, en 12 af vélum félagsins eru fraktvélar. 

Um Air Atlanta 
Air Atlanta er ACMI-flugfélag (Aircraft, Crew, Maintenance, Insurance) sem
leigir bæði frakt- og farþegaflugvélar. Samtals eru 20 flugvélar í rekstri sem
leigðar eru til lengri og skemmri tíma til annarra flugfélaga. 

Um Eimskip
Eimskip býður viðskiptavinum heildarlausnir í flutningum, þ.m.t.
skipaflutninga, flugflutninga og landflutninga, með sérstakri áherslu á
hitastýrða flutninga og geymslu, Eimskip rekur um 280 starfsstöðvar í yfir 30
löndum. Fyrirtækið er með 50 skip í rekstri, 2.000 flutningabíla og tengivagna
og um 180 frystigeymslur. Starfsmenn eru um 14.000.