2008-11-18 01:03:45 CET

2008-11-18 01:04:42 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Alfesca hf. - Ársreikningur

- Traust afkoma í erfiðu umhverfi


Helstu atriði

•	Nettósala nam 125,2 milljónum evra sem er 2,5% samdráttur miðað við sama tíma
í fyrra  en salan á samanburðargrundvelli (pro forma basis) jókst um 1,7% 
•	EBITDA nam 6,4 milljónum evra sem er 11% samdráttur miðað við síðasta ár en
12,5% aukning á samanburðargrundvelli þegar miðað er við stöðugt gengi og án
tilfallandi kostnaðar 
•	Hátt hráefnisverð, óhagstæðar gengishreyfingar og kostnaður vegna áætlana sem
hætt var við hafði áhrif á afkomu ársfjórðungsins 
•	Fyrirhuguð fyrirtækjakaup eru í biðstöðu vegna erfiðs viðskiptaumhverfis og
mikils óróa á fjármálamörkuðum 

Xavier Govare forstjóri:

„Efnahagsumhverfið versnaði til muna á 1. ársfjórðungi fjárhagsársins og var
mjög erfitt. Þrátt fyrir erfiðleika vegna minnkandi eftirspurnar neytenda og
breyttrar kauphegðunar erum við ánægð með góðan undirliggjandi rekstur þar sem
nettósala var stöðug á samanburðargrundvelli( on a constant currency basis and
excluding exceptional costs). Þótt erfitt efnahagsumhverfi hafi haft áhrif á
afkomu ársfjórðungsins höfum unnið að því að bæta rekstur samstæðunnar og munum
halda því áfram með fulltingi öflugs stjórnendateymis og öguðu verklagi. 

Almennt séð höfðu fimm meginþættir áhrif á starfsemi félagsins á
ársfjórðungnum. Í fyrsta lagi voru markaðsaðstæður erfiðar en verð á hrávörum
eins og hveiti, korni, soja, laxi og orkugjöfum var hærra en á sama tíma í
fyrra. Í öðru lagi hafa neytendur fundið fyrir verðhækkunum og skýr merki eru
um að þeir sækist í auknum mæli eftir ódýrari vörum eins og þeim sem seldar eru
undir vörumerkjum stórmarkaða. Hafa vinsældir afsláttarverslana ýtt undir þessa
þróun. Í þriðja lagi höfðu óhagstæð veðurskilyrði neikvæð áhrif á sölu
grilllínu okkar í rækju og andakjöti auk þess sem sala smurvara og ídýfa
minnkaði. Í fjórða lagi hafði veikt gengi sterlingspunds gagnvart evru neikvæð
áhrif á reiknaða afkomu starfseminnar í Bretlandi en reksturinn þar gekk vel á
ársfjórðungnum. Í fimmta lagi varð sterkari staða Bandaríkjadollars til þess að
innkaupsverð á rækju hækkaði umtalsvert. 

Áætlanir okkar snerust um að stýra starfseminni í gegnum þessa erfiðleikatíma
með öflugu aðhaldi í kostnaði og útgjöldum. Við erum með traustan og
fjölbreyttan rekstur og góða samkeppnisstöðu á mörkuðum sem byggist á aukinni
skilvirkni og áframhaldandi áherslu á gæði, vöruþróun, verðmæti og framkvæmd
áætlana.  Þá höfum við átt samstarf við viðskiptavini okkar um að tryggja
nauðsynlegar verðhækkanir í þeirri viðleitni að viðhalda framlegð. 

Við erum sem fyrr leiðandi í framleiðslu og sölu hágæðamatvöru á völdum
markaðssviðum og höfðum til neytenda sem leita eftir miklum gæðum, meiri
þægindum og vilja gera vel við sig í mat. Til lengri tíma eygjum við tækifæri
til að stækka þennan markað og hlutdeild okkar í honum en til skamms tíma er
takmarkið að verða fyrir minni áföllum en aðrir þegar við vinnum okkur út úr
efnahagskreppunni. 

Í heildina reiknum við með að salan verði áfram sveiflukennd og að
fjármálakreppan og áhrif hennar á efnahagslífið minnki væntingar neytenda og
eftirspurn. Þess vegna erum við varfærin þegar kemur að framtíðarhorfum. Á hitt
er að líta að við höfum lagt grunninn að öflugum og fjölbreyttum rekstri sem
gerir okkur vel í stakk búin til að mæta erfiðu viðskiptaumhverfi. 

Við einbeitum okkur nú að mikilvægasta ársfjórðungnum í rekstri félagsins og
jólamánuðinum. Miklar væntingar um afkomuna á yfirstandandi ársfjórðungi eru
óneitanlega litaðar áhyggjum sem má rekja til afleitra markaðsaðstæðna í
október, þegar fjármálakreppan þróaðist til hins verra og fór að hafa veruleg
áhrif á efnahagslífið í Evrópu,  væntingar neytenda og eftirspurn. Enginn veit
í raun hve lengi þetta ástand mun vara. 

Við getum hins vegar yljað okkur við þá staðreynd að margir neytendur munu
forgangsraða útjgöldum sínum upp á nýtt, fresta dýrum orlofsferðum og
heimsóknum á veitingastaði og velja þess í stað að gera vel við sig heima yfir
hátíðarnar. Staðsetning okkar á markaðnum og eðli framleiðsluvaranna ætti að
vera okkur í hag í þessu tilliti. Þá mun það koma okkur til góða að við erum
með öflugar áætlanir um kynningar fram til jóla og fjöldi nýrra vara mun koma á
markað.”