2009-07-31 11:14:17 CEST

2009-07-31 11:15:05 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Alfesca hf. - Hluthafafundir

- Beiðni um hluthafafund í Alfesca


Með bréfi dags. 30. júlí 2009 óskuðu Rekstrarfélag Nýja Kaupþings banka hf.
vegna sjóðanna Kaupthing ÍS-5, Kaupþing ÍS-15 og ICEQ verðbréfasjóðs, Gildi
lífeyrissjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stafir lífeyrissjóður eftir að
boðað yrði til hluthafafundar í Alfesca hf. Framangreindir aðilar eru eigendur
að 679.756.524 hlutum í Alfesca hf. eða 11,57% hlutafjár. Óskað er eftir að á
fundinum verði tekið til umfjöllunar yfirtökutilboð Lur Berri Iceland ehf. til
hluthafa félagsins, dags. 25. júní 2009, fyrirhuguð afskráning félagsins og
matsgerðir um verðmæti hlutabréfa þess. 

Félaginu hefur jafnframt borist ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að framlengja
gildistíma yfirtökutilboðs Lur Berri Iceland ehf. til hluthafa Alfesca hf.
dagsett 25. júní 2009 um 18 daga frá og með 30. júlí 2009 eða til kl. 16:00
þann 17. ágúst 2009, sbr. 6. mgr. 103. gr. laga nr. 108/2007 um
verðbréfaviðskipti. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins má finna á heimasíðu
stofnunarinnar, http://www.fme.is. 
Í samræmi við lög nr. 2/1995 um hlutafélög og samþykktir Alfesca hf. mun stjórn
félagsins boða til hluthafafundar innan 14 daga. Nánari upplýsingar um
fundardag, fundartíma og fundarstað hluthafafundar verða birtar innan skamms.