2008-07-31 11:02:28 CEST

2008-07-31 11:03:29 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Teymi hf. - Ársreikningur

Uppgjör annars ársfjórðungs 2008


Afkomutilkynning frá Teymi hf.

Reykjavík, 30. júlí 2008


Tekjur 6,4 milljarðar á öðrum ársfjórðungi sem er 24% vöxtur frá fyrra ári (13%
pro-forma) 
EBITDA 1.045 m.kr.
610 m.kr. tap eftir skatta 
Myntbreyting lána 5 milljarðar króna yfir í erlendar myntir á GVT 164

Tekjur Teymis námu 12,4 milljörðum á fyrri árshelmingi 2008 sem er 24% vöxtur
frá fyrra ári (11% pro forma).  Hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 2.048
milljónum króna sem er 4% aukning frá fyrra ári (pro forma).  Tap eftir
reiknaða skatta nam 5.509 milljónum króna.  Veltufjárhlutfall Teymis er nú 0,82
og eiginfjárhlutfall 18%.  Handbært fé frá rekstri fyrir greidda vexti og
skatta nam 1.656 milljónum króna. 


Helstu niðurstöður annars ársfjórðungs 2008:

•	Sala nam 6,4 milljörðum króna (ma) til samanburðar við 5,2 ma á sama tímabili
árið áður sem gerir 24% innri vöxt á milli ára (13% pro-forma). 
•	EBITDA nam 1.045 m.kr. til samanburðar við 1.027 m.kr. á sama tímabili árið
áður sem gerir 2% hækkun á milli ára (- 2% pro-forma). 
•	EBIT nam 551 m.kr. 
•	Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur námu 1.296 m.kr. á tímabilinu.  Þar af
nam gengistap af vaxtaberandi skuldum 95 m.kr. 
•	Tap fyrir reiknaðan tekjuskatt nam 745 m.kr. og tap tímabilsins nam 610 m.kr.
•	Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 797 m.kr. 


Helstu niðurstöður fyrri árshelmings 2008:

•	Sala nam 12.391 m.kr. til samanburðar við 11.188 m.kr. árið áður sem
jafngildir 11% vexti (pro-forma) 
•	EBITDA nam 2.048 m.kr. til samanburðar við 1.974 m.kr. árið áður (pro-forma)
•	EBIT nam 1.074 m.kr. 
•	Gengistap af langtímaskuldum nam 5,3 ma.kr.
•	Tap fyrir reiknaðan tekjuskatt var 6.329 m.kr. og tap tímabilsins var 5.509
m.kr. 
•	Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 1.656 m.kr.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri
„Afkoma félagsins á ársfjórðungnum er að okkar mati viðunandi í ljósi þess
ástands sem ríkir í efnahagsumhverfinu.  Innri vöxtur er mjög góður, EBITDA
afkoma góð og sjóðstreymi frá rekstri er sterkt.  Gengisfall krónunnar hefur
hins vegar leitt til hækkunar á vaxtaberandi skuldum og hlutfallslega minni
EBITDA framlegðar en á síðastliðnu ári.  Undir lok annars ársfjórðungs ákváðum
við að nýta okkur myntbreytingarheimild í lánasamningi okkar sem léttir
verulega á vaxtabyrði félagsins.  Einnig hefur verið gripið til ýmissa
hagræðingaraðgerða sem þegar eru farnar að skila sér og endurspeglast í afkomu
annars ársfjórðungs.“