2017-05-11 19:26:26 CEST

2017-05-11 19:26:26 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Arion Bank hf. - Ársreikningur

Afkoma Arion banka á fyrstu þremur mánuðum ársins 2017



Fyrsti                                                                          
 ársfjórðun                                                                     
gur 2017                                                                        
 samanborin                                                                     
n við                                                                           
 fyrsta                                                                         
 ársfjórðun                                                                     
g 2016:                                                                         
             Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri:                                
-            „Rekstur bankans er stöðugur og bankinn er fjárhagslega sterkur    
 Rekstrarte   eins og 28% eiginfjárhlutfall ber með sér. Fjárfestingar bankans á
kjur 12,5     síðasta ári hafa jákvæð áhrif á rekstur bankans. Má þar meðal     
 ma.kr.       annars nefna aukningu í þóknanatekjum í kjölfar þess að Arion     
 (12,0        banki tók yfir fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli í maí 2016. 
 ma.kr.) -    Einnig aukast tekjur vegna tryggingastarfsemi sem nú er stærri    
 Hagnaður     hluti af starfsemi bankans eftir að kaup á tryggingafélaginu Verði
 3,4 ma.kr.   gengu í gegn á síðasta ári."                                      
 (2,9                                                                           
 ma.kr.)                                                                        
- Hagnaður                                                                      
 á hlut í                                                                       
 kr. 1,60                                                                       
 (kr. 1,24)                                                                     
-                                                                               
 Vaxtamunur                                                                     
 (NIM) 2,8%                                                                     
 (3,1%)                                                                         
- Arðsemi                                                                       
 eiginfjár                                                                      
 6,3%                                                                           
 (5,7%)                                                                         
-                                                                               
 Kostnaðarh                                                                     
lutfall                                                                         
 64,4%                                                                          
 (60,2%)                                                                        
- Hlutfall                                                                      
 eiginfjárþ                                                                     
áttar A                                                                         
 27,1%                                                                          
 (26,2%)                                                                        

Hagnaður Arion banka á fyrstu þremur mánuðum ársins 2017 nam 3,4 milljörðum
króna samanborið við 2,9 milljarða króna á sama tímabili 2016. Arðsemi eigin
fjár var 6,3% samanborið við 5,7% fyrir sama tímabil árið 2016. 

Heildareignir námu 1.119,7 milljörðum króna í lok mars samanborið við 1.036,0
milljarða króna í árslok 2016 og eigið fé hluthafa bankans nam 214,6 milljörðum
króna í lok mars, samanborið við 211,2 milljarða króna í árslok 2016. Efnahagur
bankans er sterkur og hefur mikil áhersla verið lögð á að tryggja
lausafjárstöðu í tengslum við afnám fjármagnshafta, sem nú er að mestu lokið. 

Eiginfjárhlutfall bankans var 28,0% í lok mars en var 27,1% í árslok 2016.
Hlutfall eiginfjárþáttar A hækkaði og nam 27,3% samanborið við 26,5% í árslok
2016. 

Helstu rekstrar- og kennitölur bankans eru eftirfarandi:

Í milljónum króna                        3 mán. '17  3 mán. '16  Breyt.  Breyt.%
Hreinar vaxtatekjur                           7.160       7.273   (113)     (2%)
Hreinar þóknanatekjur                         3.330       3.218     112       3%
Aðrar tekjur                                  2.023       1.468     555      38%
--------------------------------------------------------------------------------
Rekstrartekjur                               12.513      11.959     554       5%
Rekstrarkostnaður                           (8.056)     (7.198)   (858)      12%
Bankaskattur                                  (797)       (742)    (55)       7%
Hrein virðisbreyting                            880       (503)   1.383   (275%)
--------------------------------------------------------------------------------
Hagnaður fyrir skatta                         4.540       3.516   1.024      29%
Tekjuskattur                                (1.334)       (737)   (597)      81%
Afkoma af aflagðri starfsemi eftir              147         104      43      41%
 skatta                                                                         
--------------------------------------------------------------------------------
Hagnaður                                      3.353       2.883     470      16%
--------------------------------------------------------------------------------
                                                                                
Helstu kennitölur                                                               
Arðsemi eigin fjár                             6,3%        5,7%                 
Hagnaður á hlut (í krónum)                     1,68        1,24                 
Vaxtamunur á vaxtaberandi eignir               2,8%        3,1%                 
Kostnaðarhlutfall                             64,4%       60,2%                 

Helstu efnahags- og kennitölur bankans eru eftirfarandi:

Í milljónum króna                        31.03.2017  31.12.2016  Breyt.   Breyt.
                                                                          %     
--------------------------------------------------------------------------------
Lán                                         966.940     880.172   86.768     10%
Aðrar eignir                                152.708     155.852  (3.143)    (2%)
Skuldir                                     904.868     824.640   80.228     10%
Eigið fé                                    214.607     211.212    3.395      2%
Útlán sem hlutfall af innlánum               151,4%      172,9%                 
Áhættuvegnar eignir sem hlutfall af           66,4%       72,7%                 
 heildareignum                                                                  
Hlutfall eiginfjárþáttar A                    27,3%       26,5%                 

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka:

„Afkoma Arion banka á fyrsta ársfjórðungi er í takt við væntingar. Rekstur
bankans er stöðugur og bankinn er fjárhagslega sterkur eins og 28%
eiginfjárhlutfall ber með sér. Fjárfestingar bankans á síðasta ári hafa jákvæð
áhrif á rekstur bankans. Má þar meðal annars nefna aukningu í þóknanatekjum í
kjölfar þess að Arion banki tók yfir fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli í
maí 2016. Einnig aukast tekjur vegna tryggingastarfsemi sem nú er stærri hluti
af starfsemi bankans eftir að kaup á tryggingafélaginu Verði gengu í gegn á
síðasta ári. Frekari áhrif þeirra kaupa eiga eftir að koma fram eftir því sem
samstarf félaganna á sviði sölu trygginga eykst. Það er jafnframt ánægjulegt að
launakostnaður bankans hækkar aðeins lítillega frá sama tímabili á síðasta ári
þrátt fyrir aukin umsvif. 

Þau tímamót áttu sér stað í marsmánuði að nýir hlutafar komu í hluthafahóp
bankans. Um er að ræða áfanga í söluferli bankans en áfram er unnið að sölu
hlutabréfa í bankanum. Líklegt má telja að bankinn verði skráður á markað og að
því loknu verði eignarhald dreift meðal innlendra og erlendra fjárfesta. Ekki
hefur þó verið tekin endanleg ákvörðun um skráningu að svo stöddu. Það er
ánægjulegt að hreyfing sé komin á þessi mál, enda hefur það legið fyrir að
eignarhald bankans, eins og það hefur verið frá árinu 2010, væri tímabundið. 

Í janúar tók Nýherji, sem er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á þessu sviði,
yfir rekstur upplýsingakerfa bankans. Við teljum mikil tækifæri fólgin í því að
fá til liðs við okkur eitt öflugasta upplýsingatæknifyrirtæki landsins á þessu
sviði. Í kjölfarið hóf á þriðja tug starfsfólks Arion banka störf hjá Nýherja.
Áfram starfa innan bankans um 80 manns á upplýsingatæknisviði, m.a. við þróun
stafrænnar þjónustu bankans og tæknistjórn. Við munum áfram leita eftir
samstarfi við aðra á hinum ýmsu sviðum þar sem samnýting getur leitt til
hagræðis fyrir alla aðila. 

Á síðasta ári kynntum við til leiks nýjar stafrænar lausnir sem viðskiptavinir
okkar tóku fagnandi. Má þar til dæmis nefna greiðslumat vegna fasteignakaupa
sem nú er hægt að framkvæma á netinu á örfáum mínútum. Í upphafi þessa árs
kynntum við svo nýtt stafrænt umsóknarferli fyrir íbúðalán sem er mun styttra
og einfaldara en fyrra umsóknarferli. Viðskiptavinir okkar geta nú sótt um
íbúðalán á netinu, án þess að koma í útibú, ef þeir kjósa svo. Í maí munum við
svo kynna fjórar nýjar stafrænar lausnir. Með þessum nýju lausnum erum við að
bregðast við breyttri spurn eftir okkar þjónustu. Við munum halda áfram á
þeirri braut að gera okkar þjónustu aðgengilega á netinu og í síma þannig að
viðskiptavinir geti sinnt sínum fjármálum þegar þeim best hentar. 

Arion banki hefur lagt áherslu á fjölbreytta fjármögnun á liðnum árum. Bankinn
stækkaði í janúar skuldabréfaútgáfu frá því í desember 2016 um 200 milljónir
evra og nemur útgáfan nú samtals 500 milljónum evra eða um 60 milljörðum króna.
Sem fyrr var hluti útgáfunnar nýttur til að greiða niður eldri lán. Það er
ánægjulegt að bankanum hefur verið vel tekið á erlendum lánsfjármörkuðum og
útgefnum skuldabréfum bankans hefur vegnað vel á eftirmarkaði sem sýnir vel trú
markaðarins á stöðu og framtíð bankans. Sala hér heima á víxlum og sértryggðum
skuldabréfum hefur áfram gengið vel og er mikilvægur hluti af fjármögnun
bankans." 



Fundur með markaðsaðilum

Arion banki mun halda símafund á ensku fyrir markaðsaðila, föstudaginn 12. maí,
klukkan 13:00. Á fundinum mun Stefán Pétursson, fjármálastjóri Arion banka,
fara yfir helstu atriði í uppgjöri bankans. Áhugasamir geta sent tölvupóst á
ir@arionbanki.is og fá í kjölfarið sendar nánari upplýsingar varðandi þátttöku
á símafundinum. 



Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, samskiptasviði Arion banka,
haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.