2011-04-14 18:38:10 CEST

2011-04-14 18:39:10 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Eyrir Invest ehf. - Fyrirtækjafréttir

EYRIR INVEST EHF. GREIÐIR SKULDABRÉF, EYRI O7 2 OG GEFUR ÚT NÝJAN FLOKK SKULDABRÉFA, EYRI 11 1


Í dag greiðir Eyrir Invest skuldabréf í flokkinum EYRI 07 2, sem eru á
gjalddaga 20. apríl 2011. Um er að ræða óskráðan flokk skuldabréfa sem gefin
eru út í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. 

EYRI 07 2 hefur ISIN númerið IS0000015329. Greiðslufjárhæðin er um 3.150
milljónir króna 

Eyrir gefur út  í dag nýjan flokk skuldabréfa, EYRI 11 1. Markmiðið er að gefa
út skuldabréf í flokknum fyrir allt að 4 milljarða króna, en í dag eru gefin út
skuldabréfa að fjárhæð 1.012 milljónir króna. 

Gjalddagi hinna nýju skuldabréfa er 15. maí 2014.  Vaxtagjalddagar eru  á 12
mánaða fresti og er fyrsti vaxtagjalddaginn 15. maí 2012. Hin nýju skuldabréf
skulu bera REIBOR vexti að viðbættu 500 punkta álagi. Sérstök skilyrði samkvæmt
hinum nýju skuldabréfum eru 25% eiginfjárhlutfall og skuldbinding um að greiða
ekki arð sem nemur meira en 50% af hagnaði hvers árs. Eyrir Invest mun sækja um
skráningu á hinum nýju skuldabréfum í Kauphöll Íslands fyrir árslok 2011 til
viðbótar við þann flokk skuldabréfa félagsins sem þegar er skráður, EYRI 05 1.
Hin nýju skuldabréf eru útgefin rafrænt í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. 

H.F. Verðbréf hf. höfðu umsjón með útgáfu og sölu hinna nýju skuldabréfa.

Eyrir Invest er alþjóðlegt fjárfestingafélag sem leggur áherslu á iðnfyrirtæki
sem eiga möguleika á skara framúr á alþjóða vettvangi.  Eyrir Invest fjármagnar
fjárfestingastarfsemi sína með hlutafé og langtímalánum. Heildareignir eru EUR
426 milljónir í árslok 2010 og eiginfjárhlutfallið 44%.    Eyrir Invest var
stofnað um mitt ár 2000.    www.eyrir.is