2012-03-23 09:37:25 CET

2012-03-23 09:38:26 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Arion Bank hf. - Fyrirtækjafréttir

Arion banki semur við MP banka um viðskiptavakt með skuldabréf


Arion banki hf. hefur samið við MP banka hf. um að annast viðskiptavakt með
sértryggð skuldabréf, útgefnum af Arion banka hf., sem eru í viðskiptum í
Kauphöll Íslands (ARION CBI 34). 

MP banki hf. skuldbindur sig til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð í
umrædd skuldabréf í Kauphöll Íslands, áður en markaður er opnaður. Fjárhæð
kaup- og sölutilboða skal að lágmarki nema kr. 20.000.000 að nafnvirði. 
Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal aldrei vera meiri en 1%.
Viðskiptavaki skal endurnýja tilboð innan 15 mínútna eftir að þeim er tekið eða
þau felld niður.  Hámarksfjárhæð heildarviðskipta sem viðskiptavaka er skylt að
eiga í einstökum skuldabréfaflokki er samtals kr. 60.000.000 að nafnvirði. 

Viðskiptavakt MP banka hf. gildir frá og með 23. mars 2012.

Arion banki hefur sagt upp samningi við Straum hf. um viðskiptavakt á
sértryggðum skuldabréfum bankans (ARION CBI 34) og mun viðskiptavakt Straums
með umrædd skuldabréf hætta frá og með 10. apríl nk.