2024-06-26 23:00:00 CEST

2024-06-26 23:00:01 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Alvotech S.A. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Beiðni lögð inn til Verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna um afturköllun skráningarlýsingar


Í dag lagði Alvotech inn bréf til Verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna (SEC) með beiðni um afturköllun skráningarlýsingar á eyðublaði F-1. Beiðnin lýtur að skráningarlýsingu sem var upprunalega lögð inn til SEC í júlí 2022, til að skrá til sölu allt að 15,3 milljónir hluta í Alvotech, með samningi við YA II PN, Ltd. ("Yorkville samningurinn"). Alvotech hyggst ekki nýta sér skráningarlýsinguna þar sem Yorkville samningnum hefur verið slitið að ósk Alvotech. Texti beiðninnar til SEC er í viðhengi.

ALVOTECH FJÁRFESTATENGSL OG SAMSKIPTASVIÐ
Benedikt Stefansson, forstöðumaður
alvotech.ir@alvotech.com

Viðhengi