2008-10-17 11:52:19 CEST

2008-10-17 11:53:19 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Marel Food Systems hf. - Fyrirtækjafréttir

Marel Food Systems lýkur vel heppnuðu lokuðu hlutafjárútboði


Hlutafjárboði Marel Food Systems hf. lauk fimmtudaginn 16. október 2008. Alls
bárust tilboð að nafnvirði kr. 20.074.615 á genginu kr. 70, að andvirði kr.
1.405.223.050 (um 10 milljónir evra), sem jafngildir 3,58% af heildarhlutafé
félagsins.  Stjórn félagsins ákvað að taka öllum tilboðum sem voru að stærstum
hluta frá lífeyrissjóðum. Tilgangur útboðsins var að styrkja fjárhag félagsins
enn frekar og auka viðskipti með hlutabréf þess. 

Marel Food Systems er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands.  Áætluð
próforma velta ársins 2008 af kjarnastarfsemi samstæðunnar er um 650 milljónir
evra og rekstrarhagnaður um 9% af veltu.  Efnahagur félagsins er traustur.
Eiginfjárhlutfall þess er sterkt og meðallíftími skulda er um fimm ár. Í
kjölfar tímabils öflugs ytri vaxtar er nú áhersla lögð á innri vöxt og aukna
arðsemi í rekstri félagsins. 

Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, lýsti yfir ánægju með góðar
undirtektir fagfjárfesta í útboðinu. „Marel Food Systems er þakklátt fjárfestum
fyrir þann stuðning sem þeir hafa sýnt félaginu með þátttöku sinni í útboði
þessu sem og í fyrri útboðum. Vart þarf að taka fram að skilyrði á
fjármálamarkaði eru afar óvenjuleg.“