2014-11-18 17:48:17 CET

2014-11-18 17:49:25 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Arion Bank hf. - Ársreikningur

Afkoma Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins


Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins 2014 nam 22,6 milljörðum króna
eftir skatta samanborið við 10,1 milljarð króna á sama tímabili 2013. Arðsemi
eigin fjár var 19,9% samanborið við 10,0% á sama tímabili árið 2013.
Heildareignir námu 942,2 milljörðum króna samanborið við 938,9 milljarða króna
í árslok 2013. 

Eiginfjárhlutfall bankans í lok tímabilsins var 24,6% en var 23,6% í árslok
2013. 

Helstu atriði árshlutareikningsins:

  -- Hagnaður eftir skatta nam 22,6 mö.kr. samanborið við 10,1 ma.kr. á sama
     tímabili 2013.
  -- Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 5,2 mö.kr. samanborið við 4,2 ma.kr. á
     þriðja ársfjórðungi 2013.
  -- Rekstrartekjur hækka á milli ára og námu 38,3 mö.kr. samanborið við 31,6
     ma.kr. á sama tímabili árið 2013. Mesta hækkunin er í hreinum
     fjármunatekjum.
  -- Hreinar vaxtatekjur námu 18,3 mö.kr. og eru óbreyttar frá sama tímabili
     2013.
  -- Hreinar þóknanatekjur námu 10,1 ma.kr. samanborið við 8,3 ma.kr. á sama
     tímabili 2013. Aukningin er einkum tilkomin vegna hærri þóknanatekna af
     greiðslukortum og af starfsemi fjárfestingarbankasviðs.
  -- Tekju- og bankaskattar námu samtals 6,5 mö.kr. samanborið við 3,1 ma.kr. á
     sama tímabili 2013.
  -- Hagnaður af aflagðri starfsemi nam 6,6 mö.kr. samanborið við 3 m.kr. tap á
     sama tíma 2013. Hagnaðurinn er nær eingöngu tilkominn vegna sölu á 18,8%
     eignarhlut bankans í HB Granda hf. á öðrum ársfjórðungi 2014.
  -- Rekstrarkostnaður nam 18,6 mö.kr. samanborið við 18,2 ma.kr. á sama
     tímabili 2013.
  -- Hrein virðisbreyting er jákvæð á tímabilinu og nemur 2,9 mö.kr. samanborið
     við 119 m.kr. gjaldfærslu á sama tímabili 2013. Virðisaukning útlána til
     fyrirtækja nemur 2,2 mö.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins. Þá nemur hrein
     virðisrýrnun útlána til einstaklinga 0,2 mö.kr. á sama tímabili.
     Virðisaukning annarra eigna nemur 0,7 mö.kr. á tímabilinu.
  -- Arðsemi eigin fjár var 19,9% en var 10,0% á sama tímabili 2013. 
  -- Vaxtamunur af meðalstöðu vaxtaberandi eigna var 2,9% eða óbreyttur frá sama
     tímabili árið 2013.
  -- Kostnaðarhlutfall var 48,7% en var 57,6% á sama tímabili 2013 og kemur
     einkum til af hærri rekstrartekjum.
  -- Heildareignir námu 942,2 mö.kr., samanborið við 938,9 ma.kr. í árslok 2013.
  -- Eigið fé bankans var 159,8 ma.kr. en nam 144,9 mö.kr. í lok árs 2013.
     Bankinn greiddi arð til hluthafa sinna á öðrum ársfjórðungi upp á 7,8
     ma.kr.
  -- Eiginfjárhlutfall nam 24,6% í lok tímabilsins samanborið við 23,6% í árslok
     2013.



Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka:

„Afkoma bankans fyrstu níu mánuði ársins er góð. Þetta er sterkt uppgjör og er
arðsemi bankans á tímabilinu rétt um 20%. Vissulega er það svo að óreglulegir
liðir hafa jákvæð áhrif á uppgjörið og vegur þar þyngst sala bankans á hlut í
HB Granda og skráning félagsins á markað í apríl. Við erum ánægð að sjá
áframhaldandi stöðugleika í grunnrekstri bankans og eru allar tekjuskapandi
einingar bankans að skila ágætri afkomu. Ég er sérstaklega ánægður með þann
árangur sem hefur náðst á sviði þóknanatekna sem vaxa um 22% á milli ára og
færast nær okkar markmiðum. Horft fram á veg eru þó áfram áskoranir á
kostnaðarhliðinni. 

Eiginfjárhlutfall banks er áfram sterkt sem við teljum afar mikilvægt því enn
eru óvissuþættir í okkar starfsumhverfi. 

Við náum árangri í að lækka hlutfall vandræðalána og sjáum fram á enn frekari
lækkun á árinu. Víða erlendis er hlutfall vandræðalána að hækka en þróunin hér
á landi á undanförnum árum hefur verið jákvæð og helst í hendur við lækkandi
skuldsetningu heimila og fyrirtækja, en skuldsetning fyrirtækja sem hlutfall af
vergri landsframleiðslu hefur ekki verið lægri síðan síðla árs 2004“. 



Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, samskiptasviði Arion banka,
haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.