2015-08-05 14:49:39 CEST

2015-08-05 14:50:41 CEST


BIRTINGARSKYLDAR UPPLÝSNINGAR

Enska Íslenska
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Ríkissjóður Íslands kaupir til baka eigin bréf útgefin í Bandaríkjadölum


Þann 27. júlí 2015 bauðst ríkissjóður til að kaupa eigin bréf útgefin í
Bandaríkjadölum sem eru á gjalddaga í júní 2016.  Ríkissjóður bauðst til að
kaupa allt að 400m. dala að nafnverði á verðinu 103,75. Útboðið stóð til 4.
ágúst 2015. 

Ríkissjóður hefur ákveðið að leysa til sín skuldabréf að nafnvirði 400m. dala.
Útboð ríkissjóðs eru þáttur í lausafjár- og skuldastýringu ríkissjóðs.