2014-03-04 13:47:44 CET

2014-03-04 13:48:45 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Marel hf. - Fyrirtækjafréttir

Marel framlengir langtímafjármögnun félagsins


Marel hefur tryggt sér framlengingu á langtímafjármögnun félagsins.
Fjármögnunin er veitt af fimm alþjóðlegum bönkum sem hafa samþykkt að
framlengja gjalddaga fjármögnunarinnar um eitt ár. 

  -- Fjármögnunin er framlengd um eitt ár með lokagjalddaga í nóvember 2017.
  -- Um er að ræða fjármögnun sem upphaflega var samið um í nóvember 2010, að
     fjárhæð 350 milljónir evra.
  -- Bankarnir, ABN Amro, ING, Landsbankinn, LB Lux og Rabobank  veita
     fjármögnunina.
  -- Núverandi vaxtajör eru  EURIBOR/LIBOR + 250 bps en geta breyst með tilliti
     til skuldsetningar félagsins.

Framlenging fjármögnunarinnar gefur Marel aukinn sveigjanleika sem styður við
langtímastefnu félagsins. 

Nánari upplýsingar veitir:

Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjárstýringar og fjárfestatengsla, sími:
563-8464. 

Auðbjörg Ólafsdóttir, sérfræðingur í fjárfestatengslum, sími: 563-8626.