2014-09-02 18:01:00 CEST

2014-09-02 18:01:01 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Útgáfa á RIKS 33 0321 í tengslum við gjaldeyrisútboð


Í dag 2. september fór fram gjaldeyrisútboð hjá Seðlabanka Íslands þar sem
bankinn bauðst til þess að kaupa evrur gegn afhendingu á ríkisbréfum í
verðtryggða flokknum RIKS 33 0321. Aðgerðin sem er liður í losun hafta á
fjármagnsviðskiptum mun draga úr árlegri endurfjármögnunarþörf ríkissjóðs.
Samtals voru seld bréf í flokknum fyrir kr. 82.122.672 að nafnverði. 

Samþykkt gengi evru gangvart krónu var 181 í útboðinu.

Þann 29.ágúst var tilkynnt um fast verð bréfanna sem er 109,098983 kr. með
áföllnum vöxtum og verðbótum (e. dirty price) miðað við uppgjörsdag 5.
september 2014 (krafa 3,05%). 1 



1 Hreint verð (e. clean price) 99,29