2008-08-13 13:27:52 CEST

2008-08-13 13:28:52 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Sparisjóður Mýrasýslu - Fyrirtækjafréttir

- Fréttatilkynning vegna afkomu Sparisjóðs Mýrasýslu í tengslum við hækkun stofnfjár í sparisjóðnum


Í tengslum við fyrirhugaða stofnfjáraukning í Sparisjóði Mýrasýslu mun stjórn
sparisjóðsins leggja fram skýrslu fyrir fulltrúaráðsfund varðandi afkomu
sparisjóðsins á fyrstu 6 mánuðum ársins 2008. Í skýrslunni koma fram
upplýsingar um fjárhag sjóðsins úr 6 mánaða bráðabirgðauppgjöri sem ekki hefur
verið birt og er ekki áritað eða kannað af endurskoðanda sjóðsins. Til stendur
að stjórn afgreiði endanlegt uppgjör í næstu viku sem verður kannað af
endurskoðendum sparisjóðsins. Eftirfarandi fjárhagsupplýsingar koma fram í
skýrslu stjórnar: 

Áætlað tap samstæðunnar á fyrstu sex mánuðum ársins er um 4,6 milljarðar króna.
 Áætlað eigið fé samkvæmt efnahagsreikningi í lok júní 2008 er um 1,5
milljarður króna samanborið við 6,3 milljarða króna í árslok 2007.  Að lokinni
stofnfjáraukningu sem nemur 2 milljörðum króna verður eigið fé sjóðsins 3,5
milljarðar króna.  Að mati stjórnenda sparisjóðsins er eiginfjárhlutfall
samstæðunnar óásættanlegt, en stefnt er að því að koma eiginfjárhlutfallinu í
viðunandi horf með nefndri stofnfjáraukningu og öðrum aðgerðum af hálfu
stjórnar sparisjóðsins. 

Samkvæmt megin niðurstöðum uppgjörsins er ljóst að mikill viðsnúningur hefur
orðið á rekstri og rekstrarumhverfi sparisjóðsins frá áramótum.  Gengisfall
hlutabréfa hefur haft veruleg áhrif á rekstrarafkomu sparisjóðsins en áætlað
tap vegna þeirra nam 4,5 milljörðum króna, auk þess sem áætlað tap vegna
dóttur- og hlutdeildarfélaga var um 500 milljónir króna sem er mun lakari en
áætlanir gerðu ráð fyrir. Það sem af er árinu hafa aðstæður fyrirtækja og
einstaklinga versnað umtalsvert sökum veikrar stöðu íslensku krónunnar, hárra
vaxta og kólnunar hagkerfisins.   Áætluð framlög í afskriftareikning útlána að
aukast mikið á tímabilinu og námu 1,9 milljarði króna, m.a. þar sem vanskil
hafa almennt aukist.  Raunlækkun á fasteigna- og hlutabréfaverði undanfarna
mánuði hefur haft áhrif á tryggingarstöðu gagnvart lántakendum og þar með á
gæði útlána samstæðunnar. 

Stjórn sparisjóðsins lýsir því yfir að almennur rekstur sparisjóðsins frá 1.
júlí sl. til dagsins í dag er í samræmi við rekstraráætlanir. Þá er fyrirséð að
fyrirhuguð þátttaka Kaupþings og annarra fjárfesta í stofnfjáraukningu
Sparisjóðsins mun treysta rekstrargrundvöll sjóðsins og styrkja hann verulega. 

Nánari upplýsingar veita:

Sigurður Már Einarsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Mýrasýslu í síma 861 2855
Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu í síma 430 7507


Borgarnes 15. ágúst 2008