2015-11-27 10:09:27 CET

2015-11-27 10:09:27 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Arion Bank hf. - Fyrirtækjafréttir

Arion banki stækkar tvo flokka sértryggra skuldabréfa


Arion banki hf. lauk í gær útboði á tveimur útistandandi flokkum sértryggðra
skuldabréfa sem skráðir eru á Nasdaq OMX Íslandi. 

Verðtryggði flokkurinn ARION CBI 21 var stækkaður um 500.000.000 kr á
ávöxtunarkröfunni 3,10% og verðtryggði flokkurinn ARION CBI 29 var stækkaður um
1.200.000.000 kr á ávöxtunarkröfunni 3,08%. 
Heildareftirspurn í útboðinu var 3.260.000.000 kr.

Skuldabréfaflokkarnir eru verðtryggðir með vísitölu neysluverðs og hafa verið
teknir til viðskipta á Nasdaq OMX Íslandi. 

Arion banki nýtir sértryggð skuldabréf til fjármögnunar á íbúðalánum til
einstaklinga. Arion banki veitir nú verðtryggð íbúðalán á 3,80% föstum vöxtum
til fimm ára og 3,65% breytilegum vöxtum. 

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskipasviðs
Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.