2017-01-05 17:00:08 CET

2017-01-05 17:00:08 CET


REGLAMENTUOJAMA INFORMACIJA

Anglų Islandų
Arion Bank hf. - Fyrirtækjafréttir

Arion banki stækkar skuldabréfaútgáfu í evrum


Arion banki stækkaði í dag skuldabréfaútgáfu bankans frá því í desember.
Stækkunin nemur 200 milljónum evra en upphaflega útgáfan nam 300 milljónum
evra. Alls nemur útgáfan því í dag 500 milljónum evra eða 60 milljörðum
íslenskra króna. Sem fyrr verður hluti útgáfunnar nýttur til að greiða niður
eldri lán. 

Skuldabréfin eru með lokagjalddaga í desember 2021, bera fasta 1,625% vexti og
voru seld á kjörum sem jafngilda 1,55% álagi á millibankavexti. Barclays og
Deutsche Bank sáu um viðbótarútgáfuna fyrir hönd bankans. Tilboð bárust frá
yfir 20 fjárfestum og heildareftirspurn var yfir 200 milljónir evra. 

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs
Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.