2013-02-07 18:29:40 CET

2013-02-07 18:30:41 CET


BIRTINGARSKYLDAR UPPLÝSNINGAR

Enska Íslenska
Icelandair Group hf. - Ársreikningur

Rekstrarhagnaður ársins 2012 sá mesti frá upphafi


  -- Hagnaður ársins fyrir skatta nam 57,4 milljónum USD og jókst um 28,9
     milljónir USD á milli ára.
  -- Tekjuaukning á milli ára var 14%.
  -- EBITDA á fjórða ársfjórðungi nam 5,9 milljónum USD og jókst um 7,0
     milljónir USD
     á milli ára.
  -- Eiginfjárhlutfall 39% í árslok 2012 samanborið við 36% í árslok 2011.
  -- Nettó vaxtaberandi skuldir lækka um 72,1 milljón USD og nema í lok árs 18,1
     milljón USD.
  -- Stjórn félagsins leggur til að arður að fjárhæð 1,5 milljarðar króna verði
     greiddur til hluthafa á árinu 2013.



Björgólfur Jóhannsson, forstjóri:

„Rekstrarhagnaður Icelandair Group á árinu 2012 er sá mesti frá upphafi. Arðbær
innri vöxtur einkenndi árið og rekstur stærstu rekstrareininga samstæðunnar
gekk vel.  Hagnaður fyrir skatta nam 57,4 milljónum USD samanborið við 28,5
milljónir USD árið áður. Það er ljóst að skýr stefna félagsins með áherslu á
kjarnastarfsemina ásamt miklum metnaði starfsfólks er að skila okkur þessum
góða árangri. 

Rekstur fjórða ársfjórðungs gekk ágætlega og nam EBITDA 5,9 milljónum USD og
jókst á milli ára um 7,0 milljónir USD. Framboð í millilandaflugi var aukið um
26% miðað við fjórða ársfjórðung síðasta árs og fjöldi farþega jókst á sama
tíma um 21%. Aukningin var mest á N-Atlantshafinu eins og verið hefur á árinu.
Það var ánægjulegt að sjá að fjöldi ferðamanna til Íslands á okkar vegum jókst
um tæp 24% á fjórðungnum, en slík aukning skiptir höfuðmáli fyrir
ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi yfir vetrartímann. Það er í samræmi við stefnu
okkar að draga enn frekar úr árstíðarsveiflu og byggja Ísland upp sem
heilsársáfangastað. 

Í lok árs 2012 er efnahagsreikningur fyrirtækisins sterkur og lausfjárstaðan
góð. Eigið fé er 295,9 milljónir USD og eiginfjárhlutfall er 39%. Handbært fé
og markaðsverðbréf hafa aukist um 26,1 milljón USD frá upphafi árs og nema
132,8 milljónum USD. Félagið er því vel í stakk búið til áframhaldandi arðbærs
innri vaxtar. 

Horfur í rekstri félagsins eru ágætar og gerir afkomuspá ráð fyrir að EBITDA
muni nema 115-120 milljónum USD á árinu 2013.“ 



Frekari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sími: 896-1455
Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, sími: 665-8801