2015-11-23 17:20:02 CET

2015-11-23 17:20:02 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Ársreikningur

Stöðug og góð rekstrarafkoma OR


Reykjavík, 2015-11-23 17:19 CET (GLOBE NEWSWIRE) -- Rekstur Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) gekk vel á fyrstu níu mánuðum ársins 2015. Aðhald í rekstri
heldur áfram að skila fyrirtækinu góðum og stöðugum rekstri þrátt fyrir
óhagstæða þróun sumra ytri þátta. Planið, rekstraráætlun fyrir árin 2011 til og
með 2016 hefur þegar skilað tilsettum árangri. Árshlutareikningur samstæðu OR
fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2015 var samþykktur af stjórn í dag og sýnir
hann 3,1 milljarðs króna hagnað. 

Planið lykillinn að bættri afkomu

Aðgerðaáætlunin, sem hleypt var af stokkunum snemma árs 2011, Planið, hafði í
lok september 2015 skilað OR 53,2 milljörðum króna í bættri sjóðstöðu. Það er
7,3 milljörðum króna umfram markmið tímabilsins en heildarávinningi Plansins,
51,3 milljörðum króna, var þegar náð á miðju þessu ári. 

Vægi einstakra þátta

Myndin sýnir vægi einstakra þátta í árangri Plansins. Um einn sjötta hluta
árangursins má rekja til breytinga á gjaldskrám en veigamesti þátturinn er
lækkun fjárfestinga í veitukerfum. Lækkun rekstrarkostnaðar, sem er varanleg
aðgerð, skýrir 10% árangursins. 

Samstæða OR

Stærstu fyrirtækin innan OR-samstæðunnar eru Veitur ohf., sem sjá um allan
sérleyfisrekstur (það er hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu) Orka
náttúrunnar ohf., sem framleiðir rafmagn og heitt vatn í virkjunum
fyrirtækisins, og Gagnaveita Reykjavíkur, sem byggir upp og rekur
Ljósleiðarann, háhraða net fyrir gagnaflutninga. Móðurfélagið rekur meðal
annars þjónustuver fyrir öll dótturfyrirtækin og heldur utan um fjármál þeirra. 

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR

Þessi árshlutareikningur sýnir að festa er í rekstri fyrirtækjanna innan
OR-samstæðunnar. Sparnaður í rekstri er varanlegur og hagsýni gætt í hvívetna.
Efld áhættustýring dregur úr sveiflum vegna ytri þátta og þess vegna skilum við
afgangi þrátt fyrir að álverð sé óvenjulega lágt. Framundan eru ákvarðanir um
hvað tekur við að Planinu loknu. Ég tel að tekist hafi að skapa meiri sátt um
starfsemi OR og við munum leggja okkur fram um að viðhalda henni. 

Rekstraryfirlit stjórnenda

Rekstur fyrstu 9 mánuði hvers árs       2011     2012     2013     2014     2015
Allar fjárhæðir eru á verðlagi                                                  
 hvers árs                                                                      
                                                                                
Rekstrartekjur                        24.388   27.286   28.806   26.960   28.768
Rafmagnskaup og -flutningur          (3.610)  (3.490)  (3.902)  (3.644)  (4.645)
Laun og annar rekstrarkostnaður      (5.300)  (5.958)  (5.892)  (5.551)  (5.889)
EBITDA                                15.478   17.838   19.012   17.766   18.234
Afskriftir                           (6.178)  (6.862)  (6.251)  (6.510)  (7.172)
Rekstrarhagnaður EBIT                  9.300   10.976   12.762   11.256   11.061
                                                                                
Afkoma tímabilsins                   (5.344)    2.580    5.796    7.879    3.093
                                                                                
Sjóðstreymi:                                                                    
Innleystar vaxtatekjur                    98       87      176      442      377
Greidd vaxtagjöld                    (2.309)  (3.869)  (3.448)  (3.420)  (3.181)
Handbært fé frá rekstri               14.118   15.572   16.934   17.885   18.126
Veltufé frá rekstri                   12.937   13.086   14.973   12.677   14.734




         Nánari upplýsingar:
         Ingvar Stefánsson
         framkvæmdastjóri fjármála OR
         617 6301