2011-08-30 19:02:57 CEST

2011-08-30 19:03:57 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Landsvirkjun - Fyrirtækjafréttir

Landsvirkjun gefur út skuldabréf til tíu ára


Landsvirkjun undirritaði í dag samning um sölu á skuldabréfum til tíu ára að
fjárhæð 70 milljónir Bandaríkjadollara eða að jafnvirði um 8 milljarðar króna. 


Skuldabréfin bera fasta 4,9% vexti sem greiðast tvisvar á ári en höfuðstóllinn
greiðist í einu lagi í lok lánstímans. Umsjónaraðili er Íslandsbanki.
Skuldabréfið er mikilvægur áfangi í fjármögnun Landsvirkjunar og verður meðal
annars nýtt við fjármögnun framkvæmda á Norðausturlandi sem stefnt er að ráðast
í á næsta ári. Landsvirkjun leggur nú mikla áherslu á að tryggja fjármögnun
þeirra verkefna sem fyrirtækið hyggst ráðast í á næstu árum í ljósi
óvissuástands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. 


Reykjavík, 30. ágúst 2011


Nánari upplýsingar veitir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs,
í síma 515-9010, netfang: rafnar@lv.is