2017-02-20 09:37:54 CET

2017-02-20 09:37:54 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Icelandair Group hf. - Breytingar á eigin hlutum félags

Framkvæmd endurkaupaáætlunar


Stjórn Icelandair Group hf. hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd áætlun um
endurkaup á eigin hlutum félagsins í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé
félagsins. Ákvörðunin er tekin á grundvelli heimildar aðalfundar félagsins frá
10. mars 2016, sem veitti stjórn félagsins heimild til að framkvæma
endurkaupaáætlun þess efnis að kaupa á 18 mánuðum allt að 10% af eigin hlutum. 

Hámarksfjöldi hluta sem áætlun stjórnar nær til er að nafnverði kr. 114 milljón
hlutir, sem samsvarar 2,28% af útgefnum hlutum í félaginu. Fyrir á félagið
25.000.000 hluti eða 0,5% af útgefnum hlutum. Fjárhæð endurkaupanna verður þó
ekki hærri en 1.700 milljónir króna. Áætlunin gildir til og með 8. september
2017.  Virðing hf. mun hafa umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar og
taka allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna
óháð félaginu. 

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við VIII. kafla laga nr.
2/1995 um hlutafélög og II. kafla viðauka við reglugerð nr. 630/2005 um
innherjaupplýsingar og markaðssvik, ásamt síðari breytingum. Kaup samkvæmt
endurkaupaáætluninni verða framkvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags
munu að hámarki nema 4.679.224 hlutum eða sem nemur 25% af meðaltali daglegra
viðskipta með hlutabréf félagsins í Kauphöll Íslands í janúarmánuði
síðastliðnum. Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki nema hæsta verði síðustu
óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í Kauphöllinni,
hvort sem hærra er. 

Viðskipti félagsins með eigin hluti á grundvelli endurkaupaáætlunarinnar verða
tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara
fram. 



Frekari upplýsingar veitir:

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála
Netfang: bogi@icelandairgroup.is
Sími: 665 8801